Kirkjuritið - 01.07.1954, Side 7

Kirkjuritið - 01.07.1954, Side 7
BISKUPSVÍGSLAN 293 Og utan Nýja testamentisins eru vitnisburðimir frá allra elztu tímum um hina miklu og ótrauðu biskupa safnaðanna, sem lögðu fram alla krafta sína og lífið sjálft, ef þess var krafizt. Ég vil minna hér á hið fyrsta almenna kirkjuþing, sem haldið var í Níkeu árið 325 eftir Krists burð. Um Þetta þing er sagt í merku kirkjusöguriti: „í Níkeu ^omu saman 250 biskupar. ^eir voru úr öllum héruðum Rómaveldis, en mest þó úr austurhluta ríkisins. Frá Rómaborg komu tveir full- ^rúar. Hér gat að líta saman komna píslarvotta og guð- fræðinga, heimsflóttamenn °g slóttuga stjórnmálamenn, hruma öldunga og hrausta onglinga. Aldrei hefir önnur eins samkoma verið haldin í sögu kristninnar, fyrr né síðar. Næstum því allir biskuparnir háru þess menjar að hafa lent í ægilegustu ofsóknum, sem nokkru sinni höfðu yfir kirkjuna gengið. Þeir höfðu verið hundeltir eins og villidýr, kasaðir í neðanjarðar fangelsum eða þrælkaðir f námum. Margir höfðu misst limi í pyndingum, aðrir gengu hognir og bæklaðir, örum og kaunum hlaðnir eftir svipur og tengur og önnur píslartæki. Hér voru saman komnir menn, sem höfðu sannað trúarstaðfestu sína með limum sínum og blóði.“ Og svo hafa aldirnar liðið hjá, ein eftir aðra, með sínar Þúsundir og milljónir biskupa. í þessum milljónaher biskupa hristinnar kirkju hafa verið misjafnir menn, eins og vita má. ^ar hafa verið vondir menn og þar hafa verið hálfvolgir menn °g ófullkomnir á allan hátt. En langsamlega flestir hafa þeir verið ágætismenn að glæsileik og fórnfýsi. Þegar ég lít yfir Þennan ótölulega sæg ágætismanna kirkjunnar, koma mér í Dr. Magnús Jónsson lýsir vígslu.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.