Kirkjuritið - 01.07.1954, Side 38

Kirkjuritið - 01.07.1954, Side 38
Séra Jón Guðnason hálfsjötugur, Séra Jón Guðnason, skjalavörð- ur, er fæddur 12. júlí 1889 á Óspaksstöðum í Hrútafirði. Voru foreldrar hans Guðni bóndi Einars- son og kona hans Guðrún Jóns- dóttir. Séra Jón er stúdent frá Mennta- skóla Reykjavíkur 1912 og kandí- dat í guðfræði frá Háskóla íslands 1915. Hefir hann jafnan verið hneigður til kennslu og gerðist fyrst kennari í Flensborgarskóla, en gerðist prestur á næsta ári, 1916, fyrst í Staðarhólsþingum og því næst að Kvennabrekku um ára- hug, til 1928, en þá að Prestsbakka í Hrútafirði. Hann var um hríð skólastjóri héraðsskólans að Reykjum í Hrútafirði (1930 —32) og síðar kennari þar jafnframt prestsstörfum. Hann lét af prestsskap 1948, og var þá skipaður skjalavörður í þjóðskjalasafninu í Reykjavík. Séra Jón gegndi mörgum og merkum trúnaðarstörfum, sem hér verða ekki talin, nema það, að hann var alþingismaður Dalamanna um hríð 1927 og skipaður í milliþinganefnd í kirkju- málum 1929. Séra Jón Guðnason er ágætur fræðimaður og hefir m. a. sam- ið Viðbæti við íslenzkar æfiskrár dr. Páls E. Ólasonar og leið- réttingar við I.—V. bindi þess rits, 300 þéttprentaðar blaðsíður, geysimikið verk. Kona hans er Guðlaug Bjartmarsdóttir frá Brunná í Saurbse í Dalasýslu. Kirkjuritið árnar honum heilla og heilsu til þess að vinna að fræðimannsstarfi því, sem hugur hans stendur til. M. J-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.