Kirkjuritið - 01.07.1954, Qupperneq 46

Kirkjuritið - 01.07.1954, Qupperneq 46
332 KIRKJURITIÐ Þá er einnig full ástæða til að veita því athygli, að nú á laugardaginn, er kemur, mun ein af skólastýrum landsins setja fyrsta sinni kirkjulegan sumarskóla fyrir ungar stúlkur. Og ég veit, að fyrir henni vakir ekkert annað en það að vinna kristindóminum allt, er hún má. En ég þarf ekki að telja lengur. Lítið sjálfir í kringum yður og gætið að, hvort þér komið ekki auga á albúna samstarfs- menn í sérhverri stétt þjóðfélagsins. Enn í dag á það við, er Frelsarinn mælti: Hefjið upp augu yðar og lítið á akrana. Þeir eru þegar hvítir til uppskeru. Hið þriðja, sem ég vil nefna, er uppeldi barna og unglinga til kristinnar trúar. Vanrækjum vér það, kemur annað fyrir ekki. Kristindómurinn verður að nema land með hverri nýrri kynslóð og fara um eldi, en gengur ekki að erfð eins og dauðir munir. Vér hljótum að játa það með kinnroða, að þekking uppvax- andi kynslóðar í kristnum fræðum hefir stórum hrakað miðað við þá eldri. Þrátt fyrir einlæga viðleitni margra, sunnudaga- skóla og barnaguðsþjónustur, er svo komið, að hópur barna og æskufólks kann til dæmis hvorki boðorðin né blessunarorðin, trúarjátninguna né „Faðir vor“ og harla fátt annarra bæna eða sálmversa. Að sönnu játa fermingarbörn því, að þau vilji leitast við af fremsta megni að hafa frelsara vorn að leiðtoga lífs síns. En þau verða einnig að vita, hvað sá leiðtogi hefir kennt og boðið. Þau öfl eru til í þjóðlífinu, sem vinna að því leynt og ljóst að brjóta niður trú og siðgæði ungmennanna. Og hinir eldri, sem skyldastir eru til að vaka, sofa margir á verðinum. Ég sá nýlega ljósmynd af barni, sem snart mig svo, að ég get ekki gleymt henni. Barnið situr úti með bók í hendi og er auðsjáanlega hugfangið af henni. En fyrir neðan myndina eru letruð þessi orð: Hvaða bækur les barnið þitt? Já, hvaða lestrarefni er fengið í hendur ungu kynslóðinni? Hvort ræður meiru um það umhyggja fyrir henni eða pen- ingafíkn? Ég gekk um götur í kaupstað einum í sumar, sem leið, og horfði í glugga bókaverzlananna. Það gilti einu, hvert ég fór. Ég las titlana á bókunum. Þær voru um morð og alls konar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.