Kirkjuritið - 01.07.1954, Page 47

Kirkjuritið - 01.07.1954, Page 47
PRESTASTEFNAN 333 glæpi aðra, kynórar og villtar ástríður. Og tímaritin hið sama. Engin nýtileg bók. Eina bókin, sem hefir verið gjörð upptæk á íslandi um mína daga, svo að ég viti til, er viðbætir við sálmabók þjóðkirkj- unnar. Nýlega las ég grein um það í ensku kirkjublaði, að síðustu árin hafi vaxið mjög í heiminum útgáfa góðra, kristilegra bóka og nú séu gefnar út fleiri slíkar bækur en nokkru sinni fyrr. Guði gefi, að það geti einnig átt við um vora þjóð. Enginn endist til þess að reyta allt illgresi upp með rótum. En ráðið gegn því er að gróðursetja kjarnjurtir, sem verða því yfirsterkari. Þannig skulum vér einnig fara að. Hlúum að æsk- unni á allan hátt, með þróttmiklum, göfgandi bókmenntum og lifandi orði og dæmi kristilegrar trúar, foreldrar, prestar, kennarar og aðrir. Hér skal byrja. Hér er undirstaðan undir gæfu þjóðar vorrar. Það var hygginn maður, er byggði hús sitt á bjargi; og steypiregn kom ofan, og beljandi lækir komu og stormar blésu og skullu á því húsi, en það féll ekki, því að það var grund- vallað á bjargi. Byggjum þannig og sameinumst allir til eflingar trú og sið- gæði þjóðar vorrar. Leitumst við í krafti Krists að leiða hana á veg Guðs ríkis. Heilir að starfi. Yfirlitsskýrsla hiskups. Samkvæmt venju undangenginna ára vil ég nú gjöra nokkra grein fyrir hag íslenzku kirkjunnar og störfum á liðnu syndódus- ári. En á því hafa starfað þrír biskupar, dr. Sigurgeir Sigurðs- son, dr. Bjami Jónsson, settur biskup 11. nóv., og ég, skipaður biskup 30. janúar að undangenginni lögmætri kosningu og vígður í gær biskupsvígslu. Mun ég að vísu fara fljótt yfir sumt, sr áður hefir verið getið í blöðum eða tímariti þjóðkirkjunnar. Sá atburður á árinu, sem oss öllum hér mun ríkastur í huga, er skyndilegt fráfall biskups vors, dr. Sigurgeirs Sigurðssonar,

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.