Kirkjuritið - 01.12.1954, Page 14

Kirkjuritið - 01.12.1954, Page 14
436 KIRKJURITIÐ Um kvöldið söfnuðust starfsmenn sóknarinnar og fleiri að Stað. Gist þar um nóttina. Næsta dag vísiteraði ég að Flateyri. Var ég þá kominn í prestakall héraðsprófasts, séra Jóns Ólafssonar í Holti í Önund- arfirði, sem undirbjó vísitazíu mína ágætlega. Séra Jóhannes Pálmason, Stað. Séra Jón Ölafsson, prófastur, Holti. Flateyrarkirkja er reist úr steinsteypu á árunum 1935—36, vönduð og vel við haldið. Söngloft er í henni að framanverðu, og tekur hún í sæti um 180 manns. Rafmagn er haft til lýsingar og hitunar að nokkru. Kirkjan á marga ágæta muni, og eru ýmsir þeirra gjöf frá kvenfélaginu Brynju á Flateyri. Stór og fögur altaristafla er gefin til minningar um Svein Rósinkranz- son bónda í Hvilft og Sigríði Sveinbjarnardóttur, konu hans. Dr. Jón biskup Helgason gaf skírnarskál. Eftir messu bauð sóknarnefndin öllum kirkjugestum — f jölda manns — til kaffidrykkju í samkomuhúsi bæjarins. Var þar lengi setið við góðan fagnað og ræðuhöld. Um nóttina var gist í Holti. Miðvikudaginn 4. ágúst vísiteraði ég þar. Kirkjan er timbur- kirkja, byggð 1869, en steypt utan um hana alla 1937. Á ár- unum 1951—52 voru gjörðar miklar umbætur á henni og er henni vel við haldið. Kirkjan á marga ágæta gripi og suma

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.