Kirkjuritið - 01.12.1954, Qupperneq 15

Kirkjuritið - 01.12.1954, Qupperneq 15
VÍSITAZÍA 437 þeirra forna, til dæmis tvo koparstjaka, er séra Sveinn Símon- arson, faðir Brynjólfs biskups, gaf henni, og mjög fagran ljósa- hjálm úr kopar. Síðari hluta dagsins vísiteraði ég að Kirkjubóli í Valþjófs- dal. Þar er lítil kirkja, enda fámennur söfnuður. Hún á góða gripi. Eru sumir þeirra gjöf frá börnunum í söfnuðinum. Um nóttina var aftur gist í Holti. Næsta dag, fimmtudaginn 5. ágúst, fylgdi prófastur mér til Núpsprestakalls í Dýrafirði. Kom sóknarpresturinn þar, séra Eiríkur J. Eiríksson, skólastjóri Núpsskóla, til móts við okkur aö Mýrum. Og fór þar fram vísitazía í hinni veglegu kirkju, er fékk gagngera endurbót 1952—53 og var vígð 31. maí f. á. Ber kirkjan fagurt vitni um mikla ræktarsemi safnaðarins og fúsleik til fjárframlaga. Eftir guðsþjónustu í kirkjunni bauð sóknarnefndin öllum kirkjugestum til sameiginlegrar kaffi- drykkju. Voru þar fluttar ræður og kvæði. Samkór Mýrar- Séra Eiríkur J. Eiríksson, skólastjóri, Núpi. Séra Sigryggur Guölaugsson, prófastur, Núpi. sóknar og Núpssóknar annaðist söng í báðum sóknarkirkjunum af mikilli prýði. Seinna um daginn fór fram vísitazía í Núpskirkju. Kirkjan er reist úr steinsteypu árin 1938—39 og tekur um 120 manns í sæti. Hún er vönduð og prýdd útskurði Guðmundar kennara

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.