Kirkjuritið - 01.12.1954, Qupperneq 16

Kirkjuritið - 01.12.1954, Qupperneq 16
438 KIRKJURITIÐ Jónssonar frá Mosdal framan á sönglofti, altarisgráðum og pré- dikunarstóli. En forsögn um allan þennan fagra útskurð hafði séra Sigtryggur prófastur Guðlaugsson. Kirkjan er raflýst og ágætlega búin ljósatækjum. Meðal annars á hún tvo stóra ljósahjálma úr kopar, er Dýrfirðingafélagið í Reykjavík gaf henni. Margar aðrar góðar gjafir hafa verið henni gefnar, og er hér of langt upp að telja. Eftir guðsþjónustu var haldið samsæti í borðsal skólans. Gekkst Núpssöfnuður fyrir því, og önnuðust konur sóknarnefnd- armanna og varasafnaðarfulltrúa veitingar. Prestur og pró- fastur fluttu báðir ræður. Gistum á Núpi þessa nótt og hina næstu. Daginn eftir vísiteraði ég að Sœbóli á Ingjaldssandi. Þar er snotur steinkirkja, lítil, enda fámennur söfnuður. Hún var vígð 29. september 1929. Hafði þá verið kirkjulaust þar áður síðan 28. janúar 1924, er Sæbólskirkja fauk í ofsaveðri og brotnaði í spón. Útskurður er á altarisgráðum og bekkjum eftir formann sóknarnefndar og safnaðarfulltrúa, Jón Jónsson, bónda að Sæbóli. Elzti gripur kirkjunnar er koparhjálmur ágæt- ur, frá 1649. Hún á fagran skírnarfont eftir Guðmund Einars- son frá Miðdal, gjöf frá smiði kirkjunnar, Torfa Hermanns- syni, og fleiri góða gripi. Formaður sóknarnefndar bauð öllum kirkjugestum til sam- eiginlegrar kaffidrykkju. Flutti þá séra Sigtryggur prófastur langa og merkilega ræðu. Meðal annars gat hann þess, að hann hefði farið 1000 sinnum fjallveginn erfiða og langa milli Núps og Sæbóls. Morguninn eftir kvaddi ég þennan merka og ágæta braut- ryðjanda hjá garði hans, ,,Skrúð“. Þann dag, laugardaginn 7. ágúst, vísiteraði ég að Þingeyri í prestakalli séra Stefáns Eggertssonar. Þingeyrarkirkja er fögur kirkja eins og þær kirkjur aðrar, sem Rögnvaldur húsameistari Ólafsson gjörði uppdrátt að. Hún er reist á árunum 1909—10 úr steinsteypu, og tekur nær 250 manns í sæti. Hún er bæði rafhituð og raflýst, og hirðing öll ágæt. Hún hefir fengið ýmsa muni úr Sandakirkju og eignazt að gjöf góða gripi, meðal annars skírnarfont, útskorinn af Ríkarði Jónssyni, gefinn til minningar um frú Jórunni Benjamínsdóttur á Þingeyri. Organ- leikari og söngflokkur kirkjunnar önnuðst söng með prýði.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.