Kirkjuritið - 01.12.1954, Side 19

Kirkjuritið - 01.12.1954, Side 19
Evanstonþingið. Annaö þing alþjóSakirkjuráösins. Inngangsorð. Annað þing alþjóðakirkjuráðsins eða heimskirkjuráðsins var haldið í borginni Evanston í Illinois rétt hjá Chicago, síðari hluta ágústmánaðar. Sat séra Bragi Friðriksson, prestur að Lundar í Manitoba, þing þetta sem fulltrúi íslenzku kirkjunnar, en stud. theol. Kristján Búason af hálfu ungmennasamtakanna. Auk þeirra var séra Pétur Magnússon í Vallanesi þar um hríð, og Þórir Kr. Þórðarson, dósent, heimsótti þingið. Hefir séra Bragi nú sent mjög rækilega skýrslu um þing þetta og Kristján flutt um það útvarpsfyrirlestur. Skýrsla séra Braga er því miður of viðamikil til birtingar í Kirkjuritinu, en það vill þó ekki láta hjá líða að skýra frá þessu stórmerka þingi í stuttu máli, og er þá stuðzt við þessar frásagnir og fleira. Aðdragandi. Langt er síðan margir ágætir kirkjuleiðtogar fóru að hug- leiða, með hvaða móti mætti knýta bönd milli hinna ýmsu Berggrav Atlienagoras Boegner Fislier Oxnam 29

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.