Kirkjuritið - 01.12.1954, Blaðsíða 28

Kirkjuritið - 01.12.1954, Blaðsíða 28
450 KIRKJURITIÐ mikilla örlaga annars skálds, séra Jóns Þorlákssonar. Þar er Ytri-Bægisá, fremsti eða syðsti bær á Þelamörk, kirkju- staður forn, eða síðan skömmu eftir kristnitöku (1007), og prestssetur um aldir, allt til ársins 1941. Staðurinn, sem liggur þvert um þjóðbraut, lætur annars ekki mikið yfir sér. Bæjarhús eru nú gömul og hrörleg og kirkjan ekki háreist, þó að öðru leyti sómi sér vel. Mætti trúa, að margur ferðamaðurinn gæfi því heldur lítinn gaum, oft á flughraða, að hann er þarna á sögu- frægum slóðum. Og fagurt mundi flestum þykja heima á Bægisá, og búsældarlegt um bjargræðistímann. Stendur bærinn í blómlegri hlíð undir háu fjalli, en sér yfir dalamótin, þar sem öxnadalur og Hörgárdalur koma saman, og bæjar- röðina vestan Hörgár og út Mörkina. En beint upp frá staðnum, eða litlu utar, sér bogadregið gljúfur Húsárinnar, sem fellur í ótal fossum niður hengi- bratt fjallið, en nokkru sunnar í hið hrikalega og ægi- fagra Bægisárgljúfur sjálft, þar sem skrúðmiklar skógar- hríslur tylla sér enn á tór og stalla. Og þar tekur svo við Bægisárdalur, gróðri og grasi vaxið kostaland. En það var þjóðskáldið, sem gerði garð- inn frægan, hvorki náttúrufegurð, né nytsemd hans og önnur gæði. Á það eru þeir minntir, sem ganga að háum grásteins- varða framan við kirkjudyr á Bægisá. Haglega gerð, marg- strengjuð harpa er höggvin í steininn, en þar neðan við má lesa þessa áletrun: Jón Þorláksson skáld, prestur á Bcegisá í full 30 ár. Þá hófst í rauninni saga þessa hugþekka og fagra staðar í meðvitund og minning þjóðarinnar. Og siðan er hún bundin þessu eina nafni, sem um langan tíma lagði ljóma af um víðar byggðir landsins, og jafnvel úti í hinum stóra heimi vakti í senn bæði undrun og aðdáun. Um séra Jón Þorláksson, einn merkasta og mikilvirkasta fulltrúa íslenzkra skáldpresta fyrr og síðar, verður nú
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.