Kirkjuritið - 01.12.1954, Blaðsíða 33

Kirkjuritið - 01.12.1954, Blaðsíða 33
SÍRA JÓN ÞORLÁKSSON Á BÆGISÁ 455 ustu æðsta og voldugasta innlenda embættismannsins, Magnúsar Gíslasonar, amtmanns á Leirá. Þar hefir ekki skort vitnisburðinn eða meðmælin, er slíkt var ráðið, því að margur hefir verið um svo háa tign, ættstórir menn og frændsterkir. En Jón Þorláksson er valinn. Og þegar amtmaður deyr, þá nýfluttur að Bessastöðum, þrem árum seinna, ræðst hinn ungi skrifari umsvifalaust til eftir- manns hans og tengdasonar, Ólafs Stephensen. Frægð og frami virðast honum búin á þessari braut. En veraldar- valdið freistar hans ekki. Hann vinnur hér fyrir brauði sínu, en ekki til metorða. Draumar hans og þrár snúast um allt annað. Hann vill verða prestur, eins og forfeður hans margir, og skáld. Og hann varð það hvort tveggja. Hann vígist 24 ára gamall í þjónustu kirkjunnar og fær von bráðar veitingu fyrir allgóðu brauði, Saurbæjar- þingum í Dölum. Er hann til þess studdur af vinum sínum og velgjörðai’mönnum, bæði í Skálholti og á Bessastöðum. Aldrei virtist hamingjan hafa verið honum hliðhollari en einmitt nú. Hver ósk hans rætist af annarri. En þá dregur skyndilega ský fyrir sól. Honum er þversynjað ráðahags við konu, sem hann unni og hafði heitið honum tryggðum. Hún var heimasæta í Fagradal á Skarðsströnd og hét Jórunn Brynjólfsdóttir, búin flestum kostum, er konu mega prýða. En faðir hennar var ríkur, ættstór og drembi- látur, og hafði ætlað henni allt annað hlutskipti en að giftast eignalausum presti. Og Brynjólfur í Fagradal var ósveigjanlegur. Persónutöfrar hins unga, gáfaða og glæsi- lega manns unnu aldrei á honum. Enda tókst honum að auðmýkja séra Jón og valda honum og dóttur sinni ævi- löngum hörmum. Jórunn varð aldrei manni gefin, en tvo syni eignaðist hún með unnusta sínum, Jón og Benóný. Dó sá síðarnefndi, sem þau gáfu þetta táknræna nafn — harmkvælasonur — í fyrstu barnæsku, en sá eidri á 18. ári, og hafði þá Árni biskup Þórarinsson veitt honum Hólavist og hálfa ölmusu vegna órjúfandi vináttu við föður hans. Var það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.