Kirkjuritið - 01.12.1954, Page 42

Kirkjuritið - 01.12.1954, Page 42
464 KIRKJURITIÐ Það er ekki laust við, að menn hafi löngum litið hálf- gerðum vorkunnaraugum til veru séra Jóns Þorlákssonar norður á Bægisá. Hann hafi þar búið við kröm og vesöld og hvergi notið sín. Það er satt, að ríkmannlegt mun ekki hafa verið á prestssetrinu í tíð séra Jóns, hvorki í húsakosti né öðrum munaði. Þá voru og mikil harðindaár og bágindatímar: „Hér lá svell á sævi, sultur grét í dölum, þögn á þingi bragna, þoka í miðjar hlíðir.“ Móðan mikla var þá varla um garð gengin, er séra Jón kom fyrst norður. Og villt hefir það um fyrir mönnum í þessu efni, að á gamals aldri dregur hann stundum dár að krankleik sín- um og kröm og festir í ljóði. En hitt vissu margir, að vinir hans báru tíðum matföng og gjafir að Bægisá, svo sem Stefán amtmaður, Þorlákur í Skriðu og Einar Hjalte- steð, faktor á Akureyri. Þar voru margir munnarnir oft og einatt og prestur að vísu enginn forkur í búskapnum frekar en fyrr í Galtardal. Hafði og löngum öðru að sinna. Stóð hann þó sjötugur á engjum sumarið 1814, er dr. Henderson sótti hann heim, svo að ekki hefir hann alltaf setið að andlegri iðju einni saman. En bú hans var oftast lítið, og byggði hann flest árin af jörðinni sambýlisfólki. 1 Galtardal bjó aftur á móti Margrét kona hans stór- búi og færðist undan að „yfirgefa óðöl og lilunnindi vvð Breiðafjörð, takandi í stað ófomægju og bágindi, óvön landsháttum Norðurlands“, eins og hún sjálf komst að orði. Þjóðsagan lætur hana flytja mat (,,fiskahest“) úr bú- sæld Breiðafjarðar norður að Bægisá til bónda síns, sem hún vafalaust unni, þó að ekki ætti geð saman. Þau hjón höfðu eignazt eina dóttur, Guðrúnu, sem giftist séra Eyjólfi Gislasyni, siðast í Snóksdal, en meðal barna þeirra var

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.