Kirkjuritið - 01.12.1954, Síða 49

Kirkjuritið - 01.12.1954, Síða 49
FRÚ ÞÓRA MELSTEÐ 471 hefði lagt að sál ungu stúlkunnar, sem árangurslaust reyrjdi að aftra föður sínum frá því að fara veikur út. „En honum héldu engin bönd,“ sagði hún. Með sorg og trega yfirgaf hún þennan stað. Hún tók sér þó ekki í munn orð frænda síns, hins mikla skálds: „Kalin á hjarta þaðan slapp ég.“ Þvert á móti, hún ákvað að verða kyrr í föðurlandinu, og rétta þeim hjálparhönd, sem réttlausar voru og menntunarsnauðar. Hún vildi hefja íslenzkar konur upp til þroska og sjálfsbjargar. Og hún vann mikið starf og merkilegt í þeim efnum. Ekki mætti hún þó alltaf þeim skilningi, eða því samstarfi, sem hún átti skilið og gert hefði störf hennar léttari. Hún kunni ekki að tala eins og hver vildi heyra. Og hún vék ekki til hliðar af þeirri braut, sem hún taldi, að til farsældar og mannbóta leiddi. Það var brennandi hugsjónamál hennar, að nemendur Kvennaskóla Reykjavíkur — „stúlkurnar mínar“, eins og hún kallaði þær allar, — mættu hafa sem mest og bezt not af námstíma sínum, bæði í andlegum og veraldlegum efnum. Hún hafði sjálf orðið að taka á öllu sínu þreki, gáfum sínum og kappi til þess að kvennaskóla-hugmyndin kæmist í fram- kvæmd. Og ekki að vita, hvernig farið hefði, ef maður hennar, Páll Melsteð sagnfræðingur, hefði ekki staðið við hennar hlið með ráðum og dáðum. Játar hann þó í sjálfsævisögu sinni, „að hún hafi talað kjark í sig“. „Hún trúði á Guð og gott málefni," segir hann enn fremur. Þessi kona, sem svo mikið hafði lagt í sölurnar, hlaut að gera nokkrar kröfur til nemenda sinna. Hún mat hátt framgang og heiður skóla síns. Það voru nemendurnir, sem gátu gert garðinn frægan. Það orð mun fljótt hafa komizt á, að skólastýran þætti ströng, og má vera, að ekki hafi verið gert minna úr en efni stóðu til. En allir urðu að viðurkenna, að þessi skólastýra vildi engum gera rangt til, svo heil og vammlaus var hún. Guðstrú og reglu- semi voru hornsteinar skóla hennar. Hún gekk sjálf á undan í prúðu og hóglátu dagfari. Sjálfsagi hennar var meiri en strangleikinn við aðra. Lundin var stór, en rósemi hennar og vald yfir augnablikinu mikið. Lög og reglur skólans voru henni meira en orðin tóm. Þeim varð að fylgja, ef allt átti að fara vel. Frú Melsteð gerði þar engan mannamun. Dætur vinafólks hennar eða embættismanna

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.