Kirkjuritið - 01.12.1954, Síða 52

Kirkjuritið - 01.12.1954, Síða 52
Prýðum Guðshúsin, Sýmim œskukirkjimni rœktarsemi. „Þess skal getið sem gert er vel“, segir einn okkar kjarnyrtu stuðluðu málshátta, og því vil ég leyfa mér að segja hér frá fagurri ræktarsemi fyrrverandi fermingardrengs frá ísafjarðar- kirkju. Um miðjan maí s.l. var ég undirritaður við störf á ísafirði og notaði tækifærið til þess að hlýða messu hjá séra Sigurði sóknarpresti og skoða hina snyrtilegu og vel hirtu kirkju. Var messan vel sótt, sem betur fer, því að þarna fór fram allt of sjaldgæf athöfn. Þarna var kominn prófasturinn, séra Þorsteinn Jóhannesson í Vatnsfirði, til þess að afhenda kirkju og söfnuði þrjá veglega kirkjugripi frá fyrrverandi sóknarbarni í tilefni þess, að maður þessi var fermdur í ísafjarðarkirkju fyrir 50 árum. Gripirnir voru: 2 kertastjakar, allmiklir, úr gljáfægðum kopar og ein ljósastika, 7 arma, steypt úr bronzi og skrautleg mjög. Brunnu kerti á stjökum þessum undir messunni, svo að safnaðarfólki gafst tóm til að njóta fegurðar þeirra. Gefandi Isafjaröarkirkja.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.