Kirkjuritið - 01.12.1954, Síða 55

Kirkjuritið - 01.12.1954, Síða 55
PRÝÐUM GUÐSHÚSIN 477 bjó í Ögri. Endurbætti hann jörðina mjög mikið og lét reisa þar þrílyft íbúðarhús úr timbri, sem verið hefir hin mesta staðarprýði fram á þennan dag. Þá lét hann ekki hlut kirkj- unnar eftir liggja, heldur stækkaði og bætti á alla lund timbur- kirkju þá, sem þar hafði verið reist árið 1859. Að þeirri kirkju- byggingu stóð Hafliði Halldórsson, þáverandi óðalsbóndi í Ögri, en hann lézt á bezta aldri árið 1873. Seinni kona hans hét Þuríður Ólafsdóttir, skörungur mikill, sem giftist Jakob Rósin- karssyni 5 árum síðar. Lifði Ögur mikla blómatíma um daga þeirra, en Jakob varð skammlífur, eins og fyrirrennari hans. Andaðist hann 21. marz 1894, tæplega fertugur að aldri. Ögur hefir jafnan verið höfðingjasetur, enda vel í sveit sett í miðju ísafjarðardjúpi, og þar hefir kirkja verið frá fyrstu tímum kristninnar í þessu landi. Ögur hefir aldrei komizt í eigu kirkjunnar, heldur hefir jafnan verið þar bændakirkja, og sömu sögu er að segja um hina kirkjuna í Ögurþingum, Eyrarkirkju í Seyðisfirði. Prestar þeir, sem fyrr á tíð sátu í Ögri, voru aldrei bændur þar, heldur einungis heimilisprestar. Aðsetur Ögurþings- presta hefir því löngum verið á reiki. Séra Sigurður Stefánsson, sem varð prestur í Ögurþingum árið 1881, sat lengst af í kosta- eynni Vigur, sem var eignarjörð hans. (I Vigur er engin kirkja og heldur ekki á prestsetrinu í Hvítanesi, eins og margir virðast ætla, en báðir þessir bæir eiga sókn að Ögri.) Eftirmaður séra Sigurðar, séra Óli Ketilsson, sat fyrst í Súðavík, þá á Dverga- steinseyri við Álftaf jörð, en fluttist árið 1933 að Hvítanesi, sem þá var keypt og gert að prestssetri í Ögurþingum. Þar hefir þó enginn prestur setið síðan 1947, er séra Óli lét af prestsskap. Ögurkirkja hefir eignazt marga góða gripi, og eru sumir þeir beztu nú á Þjóðminjasafninu, svo sem hin merka altaris- tafla, sem talin er vera frá síðari hluta 15. aldar, hollenzk að uppruna og gefin Ögurkirkju annað hvort af Birni Guðnasyni, bónda þar, eða Magnúsi prúða Jónssyni, bónda í Ögri og sýslu- manni vestra. Núverandi óðalsbóndi í Ögri og um leið kirkjueigandi er Haf- liði Ólafsson, sem kvæntur er Líneik Árnadóttur, sonardóttur Jakobs Rósinkarssonar. Stendur nú fyrir dyrum aðkallandi við- gerð á kirkjunni, og væri æskilegt, að henni væri að fullu lokið fyrir aldarafmæli kirkjunnar eftir 5 ár. Ég er viss um, að margir Ögursveitungar — einnig þeir, sem fluttir eru úr héraðinu, —

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.