Kirkjuritið - 01.12.1954, Page 56

Kirkjuritið - 01.12.1954, Page 56
478 KIRKJURITIÐ mundu vera fúsir að leggja slíku nauðsynjamáli lið, svo að endurbót kirkjunnar gæti miðað vel áfram og verið lokið á til- settum tíma. Það væri vel, ef vinir Ögurkirkju sýndu henni svipaða ræktarsemi og Ragnhildur Jakobsdóttir hefir nú sýnt með hinni rausnarlegu gjöf. Magnús GuömundssonSetbergi. Gjöf til Reynistaðarkirkju í SkagafirSi. Þegar fermt var að Reynistað á hvítasunnudag í vor, voru vígð til notkunar ný messuklæði, rykkilín og hökull, hvort- tveggja gjöf frá hjónunum að Reynistað, frú Sigrúnu Pálma- dóttur og Jóni Sigurðssyni alþingismanni. Hefir frú Sigrún sjálf saumað rykkilínið, en hökullinn er útlendar. Eru þetta hinir prýðilegustu munir. Er þessi fallega gjöf bæði gefendum og hinni hálfníræðu virðulegu kirkju til sóma. H. K. Gjöf til Stafholtskirkju. Á s.l. vori gáfu þau hjónin Kristín Björnsdóttir og Guð- mundur Magnússon í Efra-Nesi Stafholtskirkju tvo fagra út- skorna ljósastjaka til notkunar á prédikunarstól. Er safnaðar- fólk í Stafholtskirkju þakklátt góðum gefendum og óskar þeim velfarnaðar í nýjum heimkynnum. B. B. A Idarafmœli Skin n astaSarkirkju. Hundrað ára afmælis Skinnastaðarkirkju var minnzt með veg- legri hátíð að Skinnastað sunnudaginn 8. ágúst. Hátíðin hófst kl. 14 með skrúðgöngu frá prestssetrinu til kirkju, og gengu þar fyrstir 6 hempuklæddir prestar, sýslu- maður Þingeyinga, síðan fjölmennur hópur ættmenna séra Hjör- leifs Guttormssonar, sem prestur var að Skinnastað, er kirkjan var reist. Kirkjugestir voru meira en helmingi fleiri en kirkjan rúmaði eða 3—400 manns, og hafði tjald eitt mikið verið reist

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.