Kirkjuritið - 01.12.1954, Side 57

Kirkjuritið - 01.12.1954, Side 57
PRÝÐUM GUÐSHÚSIN 479 framan kirkjudyra og þar komið fyrir gjallarhornum, svo að allir gátu fylgzt með því, sem fram fór. Til minningar um prestshjónin að Skinnastað, séra Hjörleif Guttormsson og Guðlaugu Björnsdóttur, gáfu ættmenni þeirra kirkjunni fagurlega útskorinn skírnarfont. Skírnarfonturinn er skorinn í eik af Ágústi Sigurmundssyni, myndskera, með inn- greyptri silfurskál, smíðaðri af Leif Kaldal. Þórarinn Eldjárn hreppstjóri að Tjörnum afhenti skírnarfontinn fyrir hönd gef- enda og gat þess, að útskurður hans væri í fornum stíl og hefði þjóðminjavörður Kristján Eldjárn miklu ráðið um gerð hans, og sótt fyrirmyndir í forna gripi úr Axarfirði. Séra Páll Þorleifsson, núverandi prestur að Skinnastað, þakk- aði gjöfina og minntist séra Hjörleifs og ættmenna hans. Önnur gjöf — Biblían í fögru skinnbandi — barst kirkjunni frá séra Páli og konu hans, frú Elisabetu Arnórsdóttur. Hátíðamessan hófst með því, að séra Friðrik A. Friðriksson prófastur í Húsavík vígði hina nýju kirkjugripi og turn kirkj- unnar, sem nýlokið var að endurbyggja. Séra Páll Þorleifsson flutti prédikun dagsins. Séra Benjamín Kristjánsson, prestur að Laugalandi, minntist þeirra presta, sem að Skinnastað höfðu þjónað s.l. 100 ár. Við messuna þjónuðu þessir prestar: Séra Ingimar Ingimars- son, Raufarhöfn, las bæn í kórdyrum og séra Sigurður Guð- mundsson, Grenjaðarstað, og séra Friðrik A. Friðriksson pró- fastur þjónuðu fyrir altari. Kirkjukór Skinnastaðasóknar annaðist söng undir stjórn Bjargar Guðmundsdóttur, Lóni. í messunni skírði séra Páll fjögur börn og gifti tvenn hjón. Að kirkjuathöfninni lokinni bauð sóknarnefnd öllum kirkju- gestum til kaffidrykkju, sem kvenfélag sveitarinnar sá um. Yfir hátíð þessari hvíldi sérstakur hátíðarblær og var öllum þeim, sem að henni unnu, til sóma. spb. Gjafir til Raufarhafnarkirkju. Raufarhafnarkirkju hafa nýlega borizt tvær góðar gjafir. Önnur er mjög vönduð og fögur Biblía, gefin af frú Rannveigu Lund til minningar um eiginmann hennar, Marius Lund, og hin Peningagjöf 500 kr. frá Ingibirni Guðnasyni, málara.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.