Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1961, Síða 9

Kirkjuritið - 01.04.1961, Síða 9
K i r k j u r i t i ð 151 Höfnum nú svefni hrindum í skyndi drunga og göngum djarfir að starfi. Fram, fram, frækinn lýður sæki, fyrir oss fari fáni um lönd og rán. Það er sannur ættjarðarvinur, sem kallar til æskunnar um leið og fánann skal hylla. Undir þínum fagra feldi fylkir sér nú Islandsdrótt. Og ennfremur: Hátt, hátt lyftum ljóssins fána, eflum og styðjum ættarjörð og þjóð. Þetta er ekki sagt í þunglyndisrómi. Allt er þetta í fögn- uði mælt og því óskin borin fram: Verði sólskin í sál og hið síglaða fjör gjöri samband við göfginnar þrótt Þannig á æskan að færa þjóðinni blessun. En kraftinn skal sækja til Drottins, í heilagri kirkju, þar sem menn uppbyggjast sem lifandi steinar í andlegt hús. f kirkjunni skulu menn taka á móti hinum heilaga altariseldi. Þar skal kristin æska íklæðast hertýgjum ljóssins og taka a móti fyrirheitum til starfs og dáða. Krossins merki skal haldið hátt á lofti, og við æskuna sagt: „Undir þessu merki skalt þú sigra“. Þessvegna segir séra Friðrik, er hann biður fyrir kirkjunni: Feðranna trú á bjargi byggð, vér bindum við þig ævitryggð. Kirkjan er stríðskirkja, en á leið til sigurs. Hræðumst ekki baráttuna, því að Drottinn er með oss, og því segir séra Friðrik við kirkjuna: Drag upp þín segl og hátt við hún lát hefjast krossins sigurrún.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.