Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1961, Qupperneq 10

Kirkjuritið - 01.04.1961, Qupperneq 10
152 K i r k j u r i t i S Vér minnumst leiðtogans og starfsins. En nú segir hið heilaga orð: „Virðið fyrir yður, hvernig ævi þeirra lauk“. Það hefi ég gert. Ég hefi séð hvernig ævi séra Friðriks lauk, og vil nú líkja eftir trú hans. Vér kveðjum þann mann, er var ferðbúinn. Hann gat sagt: „Á þeirri ferð er ég frór í lund og fagna komandi vori“. Hvernig lauk ævi séra Friðriks? Þar var bæn og lofgjörð. Vinirnir voru við sjúkra- og dánarbeð hans. Þeir skiptust á að vaka. Þar voru konur, sem starfandi eru í húsi K. F. U. M. og K. og aðrir ásamt þeim, sem hjúkruðu honum, svo að hann þurfti ekki að fara úr húsinu, þar sem hann átti heimili sitt. Með bæn og trú var vakað yfir þjóni Drottins. Hvernig œtti ég að gleyma altarisgöngunni inni í stofunni lians, þar sem hann, sitjandi í stól sínum, neytti ásamt nokkr- um vinum hins heilaga sakramentis. Það var loísyngjandi hátíð, er sunginn var hinn þróttmikli sálmur „Tunga mín af hjarta hljóði“. Þennan sálm kunni síra Friðrik á latínu. En hve andlit hans ljómaði, er sungið var síðasta versið: Sönnum Guði, son getanda, syni, getnum fyr‘ upphaf, huggaranum helgum anda, hinum tveim sem kemur af æ skal syngja sérhver tunga sanna vegsemd, dýrð og lof. Þar var engin sorg á ferðum. Það var heilög stund, sem verður mér ógleymanleg. Þar var játningin borin fram: „Nú mun ég glaður deyja“. Á þessum síSustu dögum œvinnar var séra Friðrik ríkur af sœlum fögnuSi. Mér var oft á þessum stundum hugsað til þessara orða: „Þá andlátstíminn að fer minn, send ástvin kæran minn og þinn að banabeði mínuin“. Ég þakka þeim, sem vöktu yfir honum og hjúkruðu hon- um. Blessunar bið ég systur hans, börnum hennar og heimil- um þeirra. Guð blessi systur hans hjarfólgnar minningar um hugljúfan bróður. í kærleika er minningin blessuð um elsku- legan fósturföður. Innilegar þakkarkveðjur flyt ég frá fóst-

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.