Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1961, Qupperneq 11

Kirkjuritið - 01.04.1961, Qupperneq 11
Kirkjuritjð 153 ursyni, konu hans og heimili. Þessir vinir minnast umhyggj- unnar, er stjórnaðist af einlægum kærleika. Þakkarkveðjur hafa borizt frá K. F. U. M. og K. í Danmörku, frá félögun- um í Hafnarfirði, og víða eru minningarguðsþjónustur haldn- ar. Nafn hans er í heiðri og kærleika geymt bæði hér og í öðrum löndum. K. F. U. M. og K. þakka öllum, sem heiðra minningu hans, °g þakkir skulu færðar þeim, sem landi voru stjórna, fyrir þá vinsemd, er þeir sýna minningu hins þjóðkunna manns. Einnig skulu þakkir og árnaðaróskir færðar bæjarstjórn Reykjavíkur og Reykvíkingum yfirleitt. Þjónninn hefir lokið starfi og baráttu. En starfið heldur áfram. Það er ekki hægt að tala um séra Friðrik öðruvísi en í sambandi við K. F. U. M. og K. Þjónarnir eru burtu kallaðir. En Drottinn er hinn sami í gær í dag og að eilífu. Þess vegna kallar henn enn á nýja þjóna. Þeir verða fram- vegis sendir af Guði. Þeir munu halda áfram að vitna um Ijósið. Ég þakka Guði fyrir hjartkæran vin, elskulegan samverka- fflann og bróður í Drottni. Eg stóð við dánarbeð séra Friðriks skömmu fyrir andlát hans. Hann átti erfitt með að tala, og ég gat ekki greint °rð hans. Mér var hugsað til þessara orða: Lát opnast himins hlið þá héðan burt ég fer; mitt andlát vertu við og veit mér frið hjá þér. Þá augun ekkert sjá og eyrun heyra’ ei meir og tungan mæla ei má, þá mitt þú andvarp heyr. Ailt í einu þrýsti hann fast hönd mína og sagði hátt og skýrt: Amen. Þetta var hið síðasta orð hans, orð játningar- innar. Ég hélt í hönd hans, og í huga mínum bjuggu þessi heilögu orð: „Sonur Guðs, Jesús Kristur, sem á meðal yðar er prédikaður, var ekki bæði já og nei, heldur er allt já,

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.