Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1961, Síða 12

Kirkjuritið - 01.04.1961, Síða 12
154 Kirkjuritið þar sem hann er. Því að svo mörg sem fyrirheit Guðs eru, í honum er staðfesting þeirra með jái; þess vegna skulum vér og fyrir hann segja amen Guði til dýrðar“. Biðjum þess, að þetta amen, þessi játning og staðfesting búi í kirkju vorri. Vér skulum því segja amen Guði til dýrðar. Amen, amen, ómi Hel öllu stjórnar Drottinn vcl, herra Sigurbjarnar Einarssonar við útför séra Fri&riks „Lofaður sé Guð og faðir Drottins vors Jesú Krists, sem í himinhæðum hefur fyrir Krist blessað oss með hverskonar andlegri blessun“. Þetta las ég síðast upp fyrir séra Friðrik og nokkru lengra lofgjörð Páls í upphafi Efesusbréfsins. Og ég vissi það, að þótt orka væri þorrin mjög svo til andsvara, var hvert orð vakandi líf í sálu hans og kaflinn í heild trútt inntak allrar hans vitundar. Nú leyfi ég mér að flytja honum kveðju íslenzku þjóð- kirkjunnar, áður en lík hans er hafið héðan út. Ég vel þeirri kveðju sömu orð. Þau segja allt. Hið stærsta af öllu stóru hjá þeim einstaka manni, séra Friðrik, var það, að hann var lifandi vitni þess veruleiks, sem postulinn játar og þakkar og kirkjan byggir á. Og hvorki þess vegna né neins ann- ars vegna vill hann láta þakka sér né hylla sig, heldur lofa og vegsama þann Drottin, sem blessaði hann og er fullrík- ur fyrir alla.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.