Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1961, Side 13

Kirkjuritið - 01.04.1961, Side 13
K i r k j u r i t i ð 155 Vér, sem áttum samleið með honum hér á jörð, lengur eða skemur, höfum alltaf og munum æ til hans hugsa á þennan eina veg: Lofaður sé Guð! Lofaður sé Guð, að ég fékk að kynnast séra Friðrik, það var ríkuleg, andleg blessun, það var himnesk náð. En ég mæli ekki hér fyrir munn ein- stakra vina eða unnenda, heldur kirkjunnar hans, og henn- ar eftirmæli eru og verða um ókomnar tíðir: Lofaður sé Guð, sem gaf oss blessaðan mann, blessaðan fyrir Krist og í Kristi. Vér menn metum ekki allt sem skyldi og þökkum seint svo sem ber. En hér var það ljós á stiku sett, sem lýsti öllum í húsinu, fékk ekki dulizt. Þjóðin sá það öll, naut þess öll. Því skyldi hún, ásamt kirkju sinni, vegsama föðurinn í himn- unum, muna vel, meta maklega og þakka öll. Þegar rakin verður saga þjóðar vorrar á þessari öld, verð- ur kirkjusagan ekki mikil að vöxtum hlutfallslega, saman borið við það, sem áður var stundum. Það varð svo margt til tíðinda í málum landsins, mikið og minnisstætt. En snauð var hún ekki andlega, íslenzka kirkjan á 20. öld. Það var lífsveigur enn í öldnum meiði, sá andi, sem hér er skilinn við duft sitt, er ærinn til vitnis um það. „Vor feðra trú enn tendrar ljós í trúum hjörtum eins og fyrr“. Hér er hvers konar mannjöfnuður fjarri oss öllum. En ef öldin á eða eignast aðra, sem verðskuldi sambærilegar þakkir og ekki miður rökstudda lotningu, þá er vel og Guði sé lof því framar. Eitt er víst: Kirkjan átti á efans öld örugglega einn, sem enginn leyfði sér að efast um, þar var eitthvað satt og heilt °g trútt og óvéfengjanlegt, persónuleg gagntaka, brotalaus i grunn niður, virkileg snerting við hið eilífa, sannur þegn- skapur við konung krossins. Lofaður sé Guð. Hann vegur þungt, séra Friðrik, hann einn á móti öllu hinu, sem kann að vera léttvægt og smátt, á móti smæð vor allra hinna. Svo mikið þáði hann af Drottni vor allra, slíkt veitti hann af nægtum hans.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.