Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1961, Page 28

Kirkjuritið - 01.04.1961, Page 28
170 K i r k j u r i t i ð 1. Ég er Drottinn Guð þinn .... 22. HajSu yjir höfuðejni boðorðannu eins og Jesús Kristur Drotlin vor kenndi oss j)uð. Jesús Kristur. Drottinn vor sagði: Þú skalt elska Drottinn Guð þinn .... 23. Hver er þá skylda vor gagnvart Guði? Skylda mín gagnvart Guði er: 1. Að elska, treysta og hlýða honum sem hinum eina sanna Guði, og leiða aðra með vitnisburði orða minna og gjörða til að þjóna honum. 2. Að iáta engan skapaðan hlut skipa rúm hans. 3. Að virða hann í hugsun, orðum og gjörðum. 4. Að nota vissar stundir til tilbeiðslu, bæna og Biblíulesturs. 24. llver er skylda jnn við náunga þinn? Skylda mín við náunga minn er: 5. Að elska, virða og hjálpa foreldrum minum; heiðra drottning- una; hlýða þeim, sem yfir mig eru settir; og inna af höndum skyldur mínar við þjóðfélagið. 6. Að meiða engan með orðum né gjörðum; að ala ekki á neinni óvild né hatri í hjarta mínu; að efla frið manna í milli; að vera kurteis í garð allra; og að vera góður hverri skepnu Guðs. 7. Að vera hreinn í hugsun, orði og verki; hafa með mætti Heil- ags Anda, sem í mér býr, stjórn á holdlegum hvötum mín- um; og sé ég kallaður til hjúskapar, að reynast þá trúr. 8. Að vera heiðarlegur og svikalaus í öllu, sem ég inni af hönd- um; hvorki stela né ræna; og nota alla mína hæfileika og eignir eins og þeim ber, sem standa skal Guði reikningsskap. 9. Að halda tungu minni frá lygi.baktali og skaðlegu slúðri, og láta aldrei líðast að neinn sé ranglega dæmdur sakir þagnar minnar. 10. Að vera þakklátur og örlátur; gera skyldu mína með glöðu geði, og vera hvorki ágjarn né öfundsjúkur. V. Heilagur Andi í kirkjunni — Náðin 25. Ekki jœrð þú gert Jietta aj eigin niœlli, nc þjónað Guði án náðar huns. Hvað kallar þú Guðs náð? Heð náð Guðs á ég við þá gjörð Guðs sjálfs, er hann fyrirgefur mér, vekur mér nýjar hugsanir og styrkir mig með Heilögum Anda sínum. 26. Með hvaða hœtti þiggur þú þessar náðargjufir Guðs? Þessar guðlegu náðargjafir þigg ég í samfélagi kristinna manna innan kirkjunnar, er ég dýrka og tilbið Guð, les Ritninguna, nýt sakramentanna, og er ég lifi mínu daglega lífi á þann veg, að það er honum til dýrðar.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.