Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1961, Page 30

Kirkjuritið - 01.04.1961, Page 30
Kirkjuritið 172 36. Hvaii slofnaSi Kristur samkvœmt guSspjöllunum mörg sakramenti í kirkju sinni? Samkvæmt guðspjöllunum stofnaði Kristur til tveggja sakramenta kirkju sinni til handa, til þess að vér getum lifað honum fullkom- lega, — skírnina og kvöldmáltíðina. 37. HvaSa náSarmeSul önnur eru til taks í kirkjunni? Onnur náðarmeðul eru: fermingin, heilög vígsla, heilagt hjóna- band, aflausnin og læknisþjónustan. 38. HvaS er skírn? Skirnin er það sakramenti, þegar vér fyrir gjörð Heilags Anda eru ,,kristnuð“ þ. e. helguð Kristi. 39. Hvert er hiS ytra og sýnilega tákn skírnarinnar? Hið ytra og sýnilega tákn skírnarinnar er vatnið, sem maðurinn er skírður úr — í nafni Guðs, Föður, Sonar og Heilags Anda. 40. Hvcr er hin iunri og andlega gjöf skírnarinnar? Hin innri og andlega gjöf skírnarinnar er hluttekning skírnar- þegans í dauða og upprisu Jesú Krists, fyrirgefning syndanna, og nýfæðing til hlutdeildar í kirkjunni, sem er fjölskylda Guðs. 41. Hvers er krafist af þeim, sem skírast? Af þeim, sem skírast, er þess krafizt að þeir láti af syndinni, játi kristna trú, og gefizt Kristi, sem þjónar hans. 42. Hvers vegna eru þá ungbörnin skírS? Þótt ungbörn hafi ekki aldur til að heita neinu sjálf, eru þau skirð til þess að aðrir geti með heitum fyrir þeirra hönd krafizt þess að þau fái guðsbarnarétt. 43. HvaS er ferming? Fermingin er þjónusta, sem biskupinn innir af höndum, þegar menn fyrir bæn og handayfirlagningu meðtaka Heilagan Anda, er fullkomnar það verk, sem hófst í skírninni og veitir kraft til kristilegs lífernis. 44. Hvers er krafist af mönnum til aS hljóta fermingu? Þess er krafist, að sá, sem fermist, hafi verið skírður og að hann hafi hlotið nægilega fræðslu um kristna trú, og sé þess albúinn að játa Jesú Krist sem frelsara sinn og hlýða honum sem Drottni sinum. 45. HvaS cr heilög kvöldmáltiS? Heilög kvöldmáltið er það sakramenti, sem vér, samkvæmt boði Krists, höfum um hönd til þess stöðugt að minnast fórnar hans og dauða og upprisu, þar til hann kemur á ný. — Og veitum með þakkargjörð viðtöku velgerðum hans. — Þess vegna er það kallað þakkarmáltíð, þ. e. lofgerðarfórn og þakkarathöfn kirkjunnar. Einnig Drottinleg máltíð og samfélagsmáltíð, sem tengir oss Kristi og kirkjunni allri. 46. Hvert er hiS ytra og sýnilega tákn lxeilagrar kvöldmáltíSar? Hið ytra og sýnilega tákn heilagrar kvöldmáltíðar er brauðið og vinið, sem er gefið og þegið að boði Drottins.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.