Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1961, Síða 34

Kirkjuritið - 01.04.1961, Síða 34
176 Kirkjuritið bæ og séra Sigfús á Mælifelli. Þeir voru prýði sinnar stéttar, sveitarhöfðingjar og miklir mannkostamenn. Báðir voru frjálslyndir, víðsýnir og umburðarlyndir. Þeir fylltu ekki breyskar sálir nagandi ótta við eilífa útskúfun. Allir litu upp til þeirra, öllum þótti vænt um þá. Heimili þeirra voru höfuðból í öllum skilningi. Séra Björn skírði mig og fermdi. Ég hafði af honum mjög náin kynni, enda fulltíða maður, er hann féll í valinn. Og vafalaust hefur hann átt þátt í því að móta skoðanir mínar í andlegum efnum, enda þótt ég gerði mér þessi ekki fulla grein — hvorki þá né síðar. En æskudagarnir eru liðnir og meira til — og þeir tímar koma ekki aftur. Með breyttum þjóðfélagsháttum hefur að- staða prestsins og skilyrði hans öll til að rækja starf sitt gerbreytzt, — ef til vill til hins betra, ef til vill ekki. En sú staðreynd haggar í engu þeirri sannfæringu minni, að nú, á þessum tímum, á þessari atomöld og véla, þegar blind og óvæg efnishyggja veður uppi, þegar flest verðmæti eru mið- uð við Mammon og vélar, — þá á presturinn, sálgæzlumað- urinn, hinn andlegi leiðtogi, ekki minna, heldur óefað miklu stærra hlutverki að gegna, en ef til vill nokkru sinni áður. Því veltur á miklu, að bæði þjóðfélagið og söfnuðurinn sjálf- ur skapi prestinum þau ytri skilyrði, að ekki verði hinu mik- ilsverða starfi til tálmunar — og ekki þá síður hinu, að til prestsstarfsins veljist menn, sem fái valdið hlutverki sínu: góðir menn, víðsýnir og umburðarlyndir; menn, sem séu vinir fólksins og félagar og færir um að glæða skilning á því, hversu óendanlega miklu ofar andinn er efninu. En jafnframt skyldum við minnast þess æ og ævinlega, að eins og presturinn hefur skyldum að gegna við söfnuðinn, svo hefur söfnuðurinn eigi síður skyldur að rækja við prestinn. sinn. Kirkjusókn er dræm, bæði í kaupstað og sveit. Er óefað margt, sem kemur þar til. — Áhugaleysi fólksins, einkum þó í þéttbýlinu; mannfæð á sveitaheimilum; hinn eitraði hraði og eirðarleysið, sem í farið flýtur, o. m. fl. Ef til vill eiga útvarpsmessur hér einhvern þátt. Sjálfsagt eiga þær

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.