Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1961, Blaðsíða 35

Kirkjuritið - 01.04.1961, Blaðsíða 35
Kirkjuritið 177 rétt á sér vegna aldraðs fólks og farlama. Að öðru leyti ná þær naumast tilgangi sínum — og allra sízt á þeim tíma dagsins, sem þeim er skammtaður. Eitt er að sitja í kirkju, annað að hlýða á messu í útvarpi. Útvarpsmessa skapar ekki þann anda, þann helgiblæ, sem kirkjugangan ein getur gert — og á að gera. Og þessi hugblær, þessi samstilling hugans við þá alveru máttar og kærleika, sem veikur mað- ur og breyskur lýtur í lotning, er veigamesti þáttur guðs- þjónustunnar. Góð prédikun, hæfilega löng, ásamt fögrum söng, hjálpar til að skapa þennan hugblæ, þessa samstill- ingu, eða hvað menn vilja kalla það. Stundardvöl með sjálf- um sér í musteri Guðs, kirkjunni, á ekki minnstan þáttinn. Þess vegna er líka mikils um það vert, að sjálf kirkjuhúsin séu stílhrein og fögur. Öll fegurð göfgar andann og lyftir huganum hærra. Þarna hefur kaþólska kirkjan löngum staðið hinni lútersku framar. Sé þetta rétt — og sjálfum mér er þetta sannleikur, — er augljóst mál, að útvarpsmessa er sem svipur hjá sjón. Hitt er þó sýnu verst, að sumir kunna að hafa útvarpið að af- sökun fyrir því að sækja ekki kirkju, — afsökun bæði gagn- vart sjálfum sér og öðrum. Enn er eitt, sem ástæða er til að drepa á í þessu sam- bandi. Ég held að margir prestar hafi prédikanir sínar helzti langar. Þeim er að sjálfsögðu ekki öllum gefið að vera góð- ir ræðumenn. En það þarf meira en meðalmann í ræðustóli til þess að halda manni hugfangnum í hálfa stund eða leng- ur. En falli orð prestsins dauð til jarðar, nái þau ekki að halda huga mínum opnum og vakandi, þá er úti um áhrif- in, — ekki aðeins af sjálfri prédikuninni, heldur jafnvel af athöfninni allri. Og hvort mun ekki fleirum fara svo? En nú ber að hafa í huga þegar rætt er um samband presta °g safnaðar, að starf prestsins er ekki og á ekki að vera í bvi einu fólgið, að messa á helgidögum. Hann þarf, ef vel á til að takast, að vinna meira með söfnuðinum utan kirkju- Veggjanna en innan, deila kjörum með fólkinu í gleði og sorg, blanda við það geði — á heimilunum, á mannfundum. 12

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.