Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1961, Síða 36

Kirkjuritið - 01.04.1961, Síða 36
178 Kirkjuritið Hann þarf helzt að hafa persónuleg kynni af hverjum manni, húsvitja á hverju ári, vera hvers manns vinur og ráðgjafi. Vel er mér ljóst, að eigi hæfir að gera slíkar kröfur til presta eins og nú er í haginn fyrir þá búið. Til þess eru prestaköllin ýmist alltof mannmörg eða alltof víðlend. En þar fyrir er öldungis víst, að því aðeins ber starf prestsins, hins andlega tilsjónarmanns, fullan árangur, að honum gef- ist kostur á að rækja það með þeim hætti, er hér var að vikið — eða eitthvað svipuðum. Mundi það og reynast mikill ávinningur báðum aðiljum, presti og söfnuði. Þrátt fyrir alla yfirborðsmenntun nútímans ætti það að vera hverju prestakalli fortakslaus gróði, að hafa innan sinna vébanda menntaðan mann, — svo fremi þó, að hann sé víð- sýnn og laus við andvana kreddur og alla fordóma. Sönn menntun er ekki hvað sízt fólgin í víðsýni andans. En slíkur ávinningur verður að engu, ef prestakallið er það stórt eða fjölmennt, að prestinum sé fyrirmunað af þeim sökum að hafa andlegt samneyti við þorrann af sóknarbörnum sínum. Þjóðinni fjölgar ört. Alls konar embættum, þörfum og ó- þörfum, fjölgar að sama skapi og meira til. En prestum hefur fækkað. Vitaskuld hafa samgöngur batnað. Má því ætla, að nokkur fækkun hefði verið eðlileg. En hvaðan hafa kröfur um fækkun presta komið? Frá almenningi, frá söfn- uðunum sjálfum? Ekki hefi ég orðið þess var. Sú ráðstöf- un hefur komið að ofan, eins og fleiri, án þess að söfnuðir hafi þar nokkru um ráðið. Hitt er svo annað mál, að í öll- um stéttum og flestum söfnuðum eru til einstakir hérvill- ingar, sem enga presta vilja hafa, eða a. m. k. ekki fleiri en svo, að þeir komist rétt yfir að „husla hræin“. En þarf þá vígðan mann til að molda mig og þig? Þessir fáráðu menn eru, sem betur fer, hreinar undan- tekningar. Því víst er það gullsatt, sem Jakob Thór. segir, er hann kveður um jökulelfina að — Einhver beygur orkar því ailt hvað vökna sokkar, gegnum þóttan grisjar í guðræknina okkar.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.