Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1961, Qupperneq 43

Kirkjuritið - 01.04.1961, Qupperneq 43
rp ' ' lru mm Trú er ákveðið hugar- og sálarástand. I þeim skilningi verður oss ljóst hvað spánski dulspekingurinn Jón kross- dýrðlingur á við með orðunum: „Trúin er samfélag Guðs við sálina“. Trúarsetningar eru röð af meginreglum, sem mótaðar eru af djúpstæðri andlegri reynslu. Hins vegar má ekki skilja þær svo að þær lýsi með heimspekilegu orðalagi þeim raunveruleika, sem skilningarvit vor segi oss til um og vér getur skýrgreint á rökfræðilegan hátt. Það var fyrst seint og síðar meir, sem mér varð þetta ljóst. En þegar ég loks komst svo langt, viðurkenndi ég af fúsum vilja gildi þeirra trúarskoðana, sem ég forðum hafði verið alinn upp í og höfðu raunverulega ráðið lífsstefnu minni, jafnvel meðan ég ennþá dró sannindi þeirra í efa af skynsemilegum ástæð- um. Ég finn að ég get staðið við þessar sannfæringar án nokkura hrossakaupa varðandi þær skynsemislegu heið- virðiskröfur, sem hver fullþroska maður verður fyrst og fremst að gera. I siðfræði Alberts Schweitzers komst ég í kynni við, hvern- ig báðar þær megin hugsjónir, sem ég var alinn upp við í barnæsku, voru að fullu samræmdar og samlagaðar þörfum nútíðarinnar. En þar er hugsjón þjónustunnar hvort tveggja: rökstuðningur fyrir grundvallaraðstöðu mannanna hvers til annars og afleiðsla hennar. Ég komst líka að raun um, að rit hans opnuðu nútímamanninum heim guðspjallanna. Hins vegar var það í ritum hinna miklu dulspekinga mið- aldanna, sem ég fann útskýringuna á því hvernig maður í fullu samræmi við eðli sitt og sem meðlimur andlegs sam- félags á að helga meðbræðrunum lifandi þjónustu sína. En þeim hafði reynst ,,sjálfsafneitunin“ hin sanna lífsfylling, og

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.