Kirkjuritið - 01.01.1962, Qupperneq 9

Kirkjuritið - 01.01.1962, Qupperneq 9
KIRKJURITIÐ 3 En þegar kirkjan heilsar oss á þessum morftni vekur hún athyfjli á því, að hið sviplausa óræða tákn ársins, sem fer í hönd, er fléttað inn í nafn, og á bak við það er lifandi bjart auglit, vitund, sem veit allt um alla vora daga, liðna og ókomna, þekkir alla vegu vora og telur öll vor spor. Yfir mótum ár- anna, yfir straumi tímans, stendur nafnið Jesús. Það er líka skráð framan á almanakið, eins og þú veizt, ártalið er miðað við fæðingu lians, og það er út af fvrir sig athvglisverð stað- reynd, tímans tal minnir á, að ný heimsöld liófst, þegar sveinn- inn, sonur Maríu, var borinn í Betlehem. Hverju sinni sem þú nefnir eða skrifar ártal ertu í rauninni ósjálfrátt að vitna um það, að fæðing Jesú frá Nazaret snarkar hin miklu skil í sögu mannkyns. En annað er þó meira, annað og ennþá stærra er það, sem kirkjan bendir á: Vér teljum tímann út frá því, að hann kom og var, en vér mætum því, sem er ókomið og óráð- ið og órætt í nafni hans, út frá því, að liann er og verður, í gær og í dag hinn sami og um aldir, vér megum lifa í þeirri vissu, að framtíðin sé hans, þrátt fyrir allt sem að kann að bera, í því trausti, að hann hafi opinberað máttinn bulda að baki allra tíma og heima, að hann eigi lausnina á hverju dæmi, sem oss er fyrir sett, lykilinn að hverri gátu, sem mannleg sál og alheimstilveran geyniir. Vér megum byggja á því, að ráðning alls vanda, sem mæta kann sé þessi, sein í nafni lians felst: Guð hjálpar, Guð frelsar. Því að það er kirkjunni al- vara, sem luin leggur börnum sínum á varir í sálmum jólanna, það eru ekki stundarstemningar, ekki barnalegar, ljúfar rökk- urgælur, ekki kliðmjúkt en innihaldslítið hátíðarhjal utan við allan veruleik, heldur blátt áfram einfaldur og alger sami- leikur: Guð befur vitjað vor, hann, sem var í jötu lagður lágt, ríkir á himnum hátt, sá Guð er hæst á himni situr er hér á jörð oss nær, skapari himins og jarðar liefur látið sér þóknast það að birtast í þessu barni, afbjúpa leyndardóm sinnar huldu veru, láta tæran, ófölskvaðan geisla af sjálfum sér berast með jiessum sveini inn á svið jarðnesks lífs. Víst getum vér eygt blik af sama ljósi víðar, í náttúrunni, í hæstu hugboðum mannsandans. En þar er Jiað brotið blik, eða eins og endurskin frá hulinni sól á dimmum hnetti eða fjallatindi. Jesús Kristur er geislinn úr heiði, „ljós af ljósi, sannur Guð af Guði sönnum“, orðið lians, liugur Guðs kær-

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.