Kirkjuritið - 01.01.1962, Page 10

Kirkjuritið - 01.01.1962, Page 10
KIRKJURITIÐ 4 leika, sem varð liold og bjó með oss, sonurinn eini, sem hefur veitt oss þekking á Guði, gefur oss Guð. Þetta játar og boðar kirkja Jesú Krists í auðmýkt, ekki með neinu yfirlæti gagnvart neinum, sem annað kann að játa eða öðru vill trúa, það er ekki neinn hroki í jólasálmunum, ekk- ert stærilæti, a. m. k. finn ég þar ekki neinn andlegan sjálf- birgingsskap, — sönn gleði er ævinlega auðmjúk, og þetta er gleSin, fagnaðarerindið, fagnaðarefnið, ekki aðeins á jólum, beldur alla tíma og eilíflega. Ég boða yður hinn mikla fögmið, sögðu englarnir, yður er frelsari fæddur, Drottinn Kristur. Vér tökum undir þann englasöng, ]>að er öll játning kirkj- unnar, öll bennar tilbeiðsla, öll liennar trú. Og þessi fögn- uður á að veitast öllurn lýSum, því að ekki er hjálpræðið í neinum öðrum og ekkert annað nafn er til, sem oss sé ætlað fyrir bólpnum að verða, eins og postulinn segir í einni lexíu þessa dags. Ekkert annaS nafn. Það liefur verið sagt og vafalaust með réttu, að maður nú- tímans sé vonblekktur af því að bann hefur séð svo margt brynja, margt nafnið ljóma og rökkvast síðan, séð álfaborgir drauma sinna verða að tröllahömrum, liillingar liugsjóna sinna umtumast í brikaleg gjörningaflug, séð öldina, sem byrjaði með meiri bjarlsýni en nokkur önnur snúast upp í blóðugri skálmöld og óöld en sögur fara af áður. Það er liollt að reka sig á, ef það leiðir til raunsæis. Vér, börn 20. aldar, ættum vissulega að vera búin að sjá, bvert stefnir, þegar maðurinn fer að trúa á sjálfan sig, á hugarburði, á þjóð sína, á flokk sinn. Mannguðirnir, sem bófust á stall í musterum þessarar trúar, bafa fallið djúpt, hrifningin og dýrk- unin liefur snúizt upp í ógeð og formælingar, eins og kunn- ugt er. Sú þróun í hugsun, eða hugsunarleysi, sem liefur leitt til þess að milljónir gátu fallið í duftið og tilbeðið sjónbverf- ingamenn og enda blóðuga skálka — þróun sem á langan að- draganda og liefur langt í frá gengið undir einu eða tveimur flokksmerkjum eingöngu, liún ætti nú að vera búin að sýna eðli sitt og stefnu til nægílegrar blítar, nægilega ótvírætt til þess, að menn fyndu, að orðin fornu eru tímabær: Kjósið í dag, Iiverjum þér viljið þjóna. Vér liöfum ekki um marga að velja annars vegar, ef vér

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.