Kirkjuritið - 01.01.1962, Page 13

Kirkjuritið - 01.01.1962, Page 13
KIRKJURITIÐ 7 liggur fyrir oss, í hans styrk og birtu, svo að gæfumerkin mörgu, sem yfir Islandi hvíla í dag, þrátt fvrir allt, fái staðizt og staðið við sín heit. Ég hugsa í því sambandi um ungu, skæru augun, sem livar- vetna ljóma urn allt Island. Mættu þau sjá og varast rotið og fúann og feigðarsporin og fylgja konungi gróskunnar, konungi lífsins. Ég sé þau svo mörg fvrir mér ungmennin og börnin, sem ég bef fengið að liitta í kirkjunum sínum á liðnu ári, og ég vil senda þeim og heimilum þeirra sérstaka kveðju í dag. I ykkar augum, ungu vinir, nær og fjær, þar sem blikið lýsir af ljósi Krists, er vorið að heilsa, von Islands. Guð varðveiti neistana sína í hverju hjarta. Guð gefi oss náð á nýju ári, nýja tíma, nýtt, gróandi þjóðlíf í nafni Jesii Krists. — Amen. Fiskimenn viS Genezaretvatn

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.