Kirkjuritið - 01.01.1962, Page 19

Kirkjuritið - 01.01.1962, Page 19
Kl RKJURITIÐ 13 glata aldrei trausti á gildi trúarinnar, þótt barnstrúin verði í ýnisu að þoka fyrir nýjum viðhorfum. Ég verð að játa, að á skólaárum mínum hafði ég lítil tengsl við kirkjulega starfsemi, en samt tel ég mig ekki hafa glatað trúnni á andleg verðmæti og allra sízt á gildi bæna fyrir cigin sálarheill“. MótaSi nokkur sérstakur maSur, félagsskapur eSa reynsla lífsskoSun þína? „Mér er ljúft að viðurkenna, að ég hef kynnzt mörgum ágætismönnum um ævina, bæði lærifeðrum mínum í skóla og skólasystkinum, húsbændum í starfi og samstarfsfólki og öðr- um góðum vinum að ógleymdum tryggasta lífsförunautnum. Margt vildi ég geta tamið mér af háttum þessa fólks og tileink- að mér af lífsviðhorfum þeirra. Yonandi hefur mér tekizt eitt- hvað af því, en tvímælalaust held ég, að foreldrar mínir hafi öðrum frenmr mótað lífsskoðun mína. Ég hef skilið það betur, eftir að ég komst til fullorðins ára og þurfti sjálfur að sjá fjölskyldu farborða í þjóðfélagi marg- háttaðra trygginga og mikillar vinnu, live erfitt það lilýtur að liafa verið fyrir fólk í sjávarþorpunum á Suðurnesjum að framfleyta sér og sínum oft og tíðum stóru fjölskyldum á þeim krepputímum, sem voru, er ég var á barnsaldri. Hvernig varð- veitti fólkið þetta góða skap, tiltölulega öfundarlausu sam- búð og mikla hjálpsemi? Það er trú mín, að siðferðisboðskap- ur kristinnar trúar, boðaður í kirkjum og á heimilum þessara staða í orði og verki hafi lagt því til tvennt hið síðarnefnda og bænalíf fólksins sjálfs, sem leiddi til mikils guðstrausts og sálarróar, liafi að nokkru gefið þeim góða skapið og dagfars- prýðina. Guðstraust foreldrá minna héfur vafalaust bægt mörgum skugganum frá lífi jieirra sjálfra og jiá um leið frá lífi okkar harnanna“. VirSist þér „menntamenn“ nú á tímum almennt talaS áhuga- litlir um trú og heimspeki, og þá af hverju? „Ef stjórnmál eru undanskilin, þá minnist ég varla heitari umræðna með almennari þátttöku á fundum, sem ég hef sótt,

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.