Kirkjuritið - 01.01.1962, Page 21

Kirkjuritið - 01.01.1962, Page 21
KIRKJURITIÐ 15 Gott barnastarf kirkjunnar og skilningur á félagsstarfi ungs fólks og þátttaka í því er að minni hyggju sá trausti hornsteinn, sem íslenzk kirkja þarf að byggja á. Þá mun skefja- lausri efnishyggju seint takast að eyða trúarlegum verðmæt- um úr hjörtum þessa fólks“. VirSast siSaboS Krists aS nokkru leyti úrelt í nútíma þjóSfélagi? „Nei, það finnst mér alls ekki. Nútíma þjóðfélag í merking- unni fyrirmyndarþjóðfélag get ég ekki liugsað mér án þeirra“. Það hallar degi Henry F. Lyte (Lag eftir Samuell Liddel). Ver hjá mér, Drottinn, degi hallað er, á dag míns lífs nú óðum skugga ber. Það syrtir að og hjálp í heimi þver. Þú hjálparsnauðra líkn, ei dylstu mér. Ég finn, að líf mitt nálgast eigin ós, og óðum slokkna heimsins gleðiljós. Mér skilst, hve allt í heimi hverfult er, þú, herra, sem ei breytist, ver hjá mér. En návist þín mér fyrir öllu er, því annars fall og synd er búin mér. Mig leið þú hálum lífsins brautum á í ljósi og skuggum, ó, mér vertu hjá. Ef þú mig blessar beiskjan hjartans þver, ei böl, né sorg og kvíði granda mér, ei dauðans sigð, né sortinn grafar þá; ég sigra mun, ef þú mér verður hjá. Er augun bresta, bend mér kross þinn á og beindu minni sjón til himins þá frá skuggum jarðar Ijóssins lönd að sjá. í lífi’ og deyð, minn Jesú, ver mér hjá. Einar M. Jónsson þýddi.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.