Kirkjuritið - 01.01.1962, Qupperneq 30

Kirkjuritið - 01.01.1962, Qupperneq 30
24 KIRKJURITIÐ ferðamanni, og láta lilustendunum eftir að draga sínar álykt- anir. ★ Það var í aprílmánuði vorið 1960, að ég lagði leið mína suð- u r á bóginn og dvaldi um skeið í smábænum Gieszen- Wieseck sem raunverulega er liluti úr bænum Gieszen. -— Gieszen er ekki stór-borg, all-miklu minni en Reykjavík, að því er mig minnir, en liún liggur sunnarlega í Mið-Þýzkalandi, þar sem fornar og nýjar samgönguæðar liggja í allar áttir. Landið er mjög fagurt. Hæðir eða fell, þar sem fornar kastalarústir gnæfa við liimin, standa vörð um mjúka og frjósama dali, eða öllu beldur lág dalverpi og sumarfagrar sléttur. Dynur löngu liðinna atburða liggur í loftinu, hófatak heiðinna Nibl- unga, brakið í brynjum Rómverjanna, báreisti franskra her- manna frá Napóleonsstyrjöldunum blandast saman við sprengjugný frá síðustu heimsstyrjöld. — Á einni nóttu létust 8000 íbúar bæjarins vegna loftárásar. karlar og konur og börn, og myndu menn helzt fara nærri um, livað í því felst, ef menn liugsuðu sér eitthvað svipað gerast í bæ eins og Reykjavík. — Apríldagarnir, sem ég dvaldi þarna, voru flestir kaldir -— kaldasti aprílmánuður í 150 ár, sögðu blöðin. Sól- ríkir dagar voru þó innan um, og einn slíkan sólskinsdag lagði ég leið mína til flóttamannabúðanna í Gieszen. Mig fýsti að kynnast ofurlítið af eigin raun þessum þætti í sögu samtíðar- innar, og fyrir milligöngu prófastsins á staðnum, var léyfið auðfengið. Flóttamannabúðir þessar eru aðeins bráðabirgða- liíbýli eða viðkomustöð flóttafólks frá Austur-Þýzkalandi. Þar fara fram réttarböld vfir bverjum og einum, og síðan er ákveðið, hvort hann fái landsvist. Er honum þá vísað til þeirra aðila, sem eiga að greiða götu hans. Mér var sagt, að ég mætti ræða bæði við yfirmenn og starfsmenn búðanna, við flótta- fólkið sjálft, og síðast en ekki sízt var mér leyft að vera við- staddur réttarböld. Ég spurði til vonar og vara, bvort nokkr- ar hömlur yrðu á það lagðar, hvað ég mætti segja opinberlega af því, sem mér yrði tjáð, — og var það skýrt tekið fram, að ég væri ekki bundinn neinum heitum um að þegja um neitt, sem mér á annað borð þætti frásagnarvert. Var mér tjáð, að stundnm væri útlendingum leyft að vera við réttarhöldin, til

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.