Kirkjuritið - 01.01.1962, Side 35

Kirkjuritið - 01.01.1962, Side 35
KIRKJURITIS 29 fangelsanir á liættu, ef upp komst um flóttann, svo að ýmsar örðugleika þurfti að yfirstíga. En það hafa þó tæplega verið gerðar mjög vtarlegar ráðstafanir til að leggja hindranir í yeg fyrir flóttastrauminn á þeim tíma, er hér um ræðir. Ég fór herbergi úr herbergi og lieilsaði upp á fólkið, sem alls staðar tók mér með mestu alúð. Aðallega voru þetta bænd- ur og annað alþýðufólk. Ég gat ekki annað séð, en að það væri yfirleitt vel klætt og vel á sig komið. Sennilega átti það ekki mikið til skiftanna, en hvorki var það tötralega til fara, né heldur magurt eða vesældarlegt. Hreinlegt var það og virtist að öllu leyti eðlilegt í útliti. Bændurnir komu mér fyrir sjónir eins og erfiðismenn yfirleitt, þreklegir karlar, sem sem báru þess merki, að þeir liefðu einhvern tíma tekið til hendinni. Farangur höfðu menn lítinn sem engan tekið með sér, fyrir utan brýnustu nauðsynjar. Lítil stúlka vafði að sér brúðuna sína með móðurlegri umhyggju. Yfirmaður búðanna var mjög viðfeldinn maður, leysti greið- lega úr spurningum mínurn og fékk mér ýms gögn í liendur, sem gáfu upplýsingar um ástandið. — Loks lá leiðin inn í stofuna, þar sem réttarhöldin voru lialdin. Herbergið var ekki stórt, og búið aðeins hinum nauðsynlegustu húsgögnum. Ég veit ekki, hversu margir slíkir dómstólar voru starfandi í einu í byggingunni. Ekki voru dómarar né réttarvitni ein- kennisklædd .Flóttamenn voru kallaðir inn, einn í einu, og lögðu þeir fram þau vottorð og skjöl, er þeir höfðu meðferðis. Framkoma þeirra, sem yfirhevrðu, var blátt áfram og laus við strangleik. 1 spurningunum virtist mér mest lögð áherzla a að komast fyrir um persónulegar ástæður til flóttans, og síðan, ef enginn vafi var á, að landsvist yrði veitt, livar mað- unnn óskaði helzt að starfa, og að liverju, hvort hann ætti vini eða ættingja, sem gætu greitt götu hans o. s. frv. — Mér var boðið að leggja spurningar fvrir þá, sem yfirlieyrðir voru, °g síðan fyrir dómenduma, og sömuleiðis að ræða við fólkið eftir á. — Fýsti mig auðvitað helzt að vita, hvaða ástæður hefðu legið til þess, að menn tóku sig upp. Um þetta ræddi eg einnig við prestinn, sem var þaulkunnugur málunum frá niargra ára starfi. Mín persónulega niðurstaða er á þessa leið: Enginn vafi er á því, að sumt fólkið, ekki sízt hið yngra, leggur land undir fót af ástæðum sem telja má mjög venju-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.