Kirkjuritið - 01.01.1962, Síða 36

Kirkjuritið - 01.01.1962, Síða 36
.30 KIRKJURITID legar, livar sem er í lieiminum. Un<;t fólk finnur lijá sér út- þrá o{í ævintýralöngun. Alveg eins og til er fólk í Vestur-Ev- rópu, sem er sannfært um, að lífið austan við járntjaldið sé jarðneskt himnaríki, þannig eru þeir einnig til austur frá, sem íniynda sér, að amerískt gull liggi fyrir hvers manns fót- um á strætum Vestur-Þýzkalands. Óraunhæfir draumar um fljótan frama eða skjótfengið fé ráða sennilega nokkru, enda þótt slíkar ástæður séu ekki taldar fram í neinum yfirheyrzl- um. Fjölskvlduhöndin hafa einnig nokkura þýðingu í þessum efnurn. Nánir frændur eða systkini hafa flutt, og aðrir fara í kjölfarið. En mér skilst, að á því séu all-miklar liömlur yfir- leitt, að menn geti farið frá Austur-Þýzkalandi til Vestur- Þýzkalands til þess að heimsækja vini sína, nema fjarveru- tíminn sé mjög nákvæmlega afmarkaður og þá eru menn orðnir hrotlegir við landslög, ef þeir eru degi lengur í ferðinni en þeir liafa lofast til að vera. Gerum einnig ráð fvrir, að ýmsir verði fyrir eins konar sefjunaráhrifum, eins og oft á sér stað, þegar um þjóðflutninga er að ræða. Einstaklingar sogast með straumn- um, án þess að hafa fulla vitnnd um, af hverju þeir gera það. Þetta þekkjum vér frá tíma Ameríkuflutninganna á síðustu öld, og jafnvel lengur. En enda Jiótt vér gerum ráð fyrir öllu jiessu að vissu marki, J>á nægir |iað ekki til að skýra ástæð- una fvrir því, að slíkur fjöldi fólks tekur sig upp og flvtur til annars landshluta, einkum þegar tillit er tekið til þess, að Jiað hefur engan veginii fullkomna tryggingu fyrir því að fá Jiar leyst úr vandræðum sínum, nema eftir langa og Jireyt- andi bið, öryggisléýsi og vandræði. Eigi ég að mynda mér skoðun út frá því, sem ég sá og heyrði, er Jiað Jjó yfirleitt ekki líkamlegt liungur eða skortur á brýnustu lífsnauðsynj- um, sem rekur það á brott, heldur lútt, að það getur ekki fellt sig við aðgerðir valdliafanna eða Jiær þjóðvenjur, sem mynd- ast hafa í Austur-Þýzkalandi á seinni árum. Mér virtust aðal- lega þrjár ástæður vera mest áberandi. I fyrsta lagi liinar pólitísku, í öðru lagi kirkjulegar og loks í jiriðja lagi brevttir atvinnuhættir. Með pólitískum ástæðum á ég ekki við hið einfalda fyrir- hæri, að menn séu ósammála ríkisstjórninni eða stefnu henn- ar. Það er út af fvrir sig ekki tiltökumál, að sumir séu með og aðrir móti pólitískri stefnu og aðgerðum. Það á sér stað í

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.