Kirkjuritið - 01.01.1962, Page 50

Kirkjuritið - 01.01.1962, Page 50
Bókafregnir KONUR SKRIFA BRÉF. Sendibréj 1797—1907. Finnur Sigmundsson bjó til prentunar. Bókfellsútgáfan 1961. Iiér hefur dr. Finnur landsbóka- vörður unnið gott verk. Dregið marga kjörgripi fram í dagsljósið og gefið Jieini ferskan blæ nieð skýringum sínum. Bréfritararnir eru fjórtán nierkar konur og engri þeirra befur til hugar koinið að bréf sín — þessi börn augnabliksins — kæmu fyrir almenningssjónir, né ættu erindi til annarra en móttak- andans. Þess vegna eru lífsinyndir bréfanna svo sannar og oft átakan- legar. Þau sýna bæði undandrátt- arlaust og af fullri einlægni inn í bug höfundanna og gera löngu liðna atburði aftur ljóslifandi. Einkuin þeim, sem kunnir eru ís- lenzkri sögu á nítjándu öld, því að bér er vikið að niörgum, sem þá kvað að. Vonlaust að segja hér frá einstökum bréfum eða bréfritur- um, nefni aðeins tvo. Þarna eru t.d. nokkur bréf frá Sig- ríði Jónsdóttur frá Vogum, móður „Nonna“. Hún átti mikla og breyti- lega sögu. Giftist Sveini Þórarins- syni amtmannsskrifara, án þess að bann vissi að bún gengi með' liarni séra Guðmundar Bjarnasonar í Nesi. Missti síðar þrjú börn úr barnaveiki á sama liausti. Eignaðist og ól upp fram undir fermingu þann son, sem ef til vill er víðkunn- astur íslendinga — af miklum ágæt- um. Giftist loks í elli sinni enskunt manni vestan liafs. Bréf hennar og mynd leiða þessa konu ljóslif- andi fram á sjónarsviðiö. Rannveig Ólafsdótlir Briem frá Grund skrifar séra Eggerti bróður síiuiin á Höskuldsstöðum nokkur bréf. Ég tek þetta sýnishorn af einu þeirra — það er næsta óvanalegt, enda svaraði séra Eggert því með ljóði, sein því miður fylgir ekki. — Góði bróðir! Hversu undarlegt er ekki mann- legt hjarta. Hvaða afl stýrir vilja vorum? Hvaða rödd er það, sem segir manni að gjöra það, sem bvorki er gott eða illt eða sjálf- sagt, til dæmis eins og mér að fara nú að skrifa þér? Því gjöri eg það nú freniur en einhvern tima endrar nær, seinna, þegar eg hef betri tíina, eða þá fyrr, þegar eg hafði betra næði? Þú hefur þó lengi átt hjá mér þakklæti fyrir bréf af 24. júlí. Því skrifar þú ætíð vondar fréttir af Islandi, meðan ég skrifa allt gott béðan? Hvort er ineir til í heimin- um af góðu eða illu? Hvert er upp-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.