Kirkjuritið - 01.09.1976, Side 24

Kirkjuritið - 01.09.1976, Side 24
var á margan hátt mjög gott, og sögu- lega séð, — stórmerkilegt blað. Frá þeim tíma, sem hann var við lýði, geymir hann fjölda margt merkilegt, sem annars hefði verið glatað fyrir langa löngu, og annað rangfært og aflagað, eins og munnmælum hættir svo oft til. Framfari, — þetta fyrsta ís- lenzka blað er því ómetanlegt heimild- arrit um sögu íslendinga vestan hafs á fyrstu frumbýlisárunum. Framfari varð skammlífur, — því miður, — af honum komu aðeins út 2 árgangar. Voru 36 tbl. í þeim fyrra, — og eitt aukablað, dagsett 7. sept. 1878. Síðari árgangurinn var 38 tbl. —• það síðasta dagsett 30. jan. 1880. En sérútgáfa, aukablað — og það allra síðasta, er bar nafnið Framfari, — var gefið út 10. apríl sama ár, — 1880, — og var Sigtryggur Jónasson einn út- gefandi þess. Útgáfustaður blaðsins var alla tíð að Lundi í Fljótsbyggð, Keewas í Nýja- íslandi. — Um Framfara hefir verið sagt, — með miklum sanni að mínum dómi, að þótt honum sé í sumu áfátt, þá sé hann þó að ýmsu leyti með kjarnbeztu blöðum, sem út hafa komið á íslenzku. Og víst er um það, að hann mun þykja æ merkilegri eftir því sem lengra líður. — Það fer vart á milli mála, að hann er eitt þarfasta og mesta happaverk ís- lenzkrar þjóðrækni, er landar okkar hafa unnið vestan hafs, — og það svo, að vart verður metið sem skyldi. En þrátt fyrir það getur sú hugsun hvarfl- að að þeim, sem les hann í dag, að þótt blaðið sé sómi minningu þeirra manna, er það stofnuðu — og að því stóðu, — og máske óbrotgjarnasti 182 bautasteinn landnámsins, þá sé það eins víst og ekki, að deilumálin í ný- lendunni hafi magnazt með mönnurn við það, að sjá bituryrðin á prenti — og vita þau lesin af löndum sínum í tveimur heimsálfum. Um endalok Framfara kemst vestur- íslenzkur fræðimaður, Guðlaugur Magnússon þannig að orði í grein, er hann reit árið 1899 í Almanak Ólafs Thorgeirssonar um landnámið í Nýja- íslandi: „Deilur og flokkadrættir ' Nýja-íslandi út af nýlendumálum, trú- málum og nærri öllu mögulegu, steyptu blaðinu, eins og byggðinni að mesta leyti, — en svo voru islendingar lík3 of fámennir í landinu til að halda upP' blaði. Þannig leið hið fyrsta íslenzka blað, sem stofnað var hérna megin hafsins, undir lok.“ í lögum Prentfélagsins, sem prentuð eru í 1. tbl. Framfara, er kveðið á um. að blaðið skuli gefið út „islendingua1 í Nýja-islandi til menntunar, fróðleiks og skemmtunar, — og til þess að við' halda hinni íslenzku tungu í Vestur- heimi." — Reyndin verður sú, — trúmálin, — og þá einkum hinar hat- römmu, áköfu trúmáladeilur, sem hóí' ust um þessar mundir verða þar all' mjög áberandi. — Og þess vegna hef' ég fjölyrt svo um þessa fyrstu blaðaút' gáfu íslenzku landnemanna, að Fram' fari verður í reyndinni ekki síður má1' gagn kirkju- og kristindómsmála en annarra þátta — og veraldlegri, — sV° sem landbúnaðar og fiskveiða, — ' landnemanna í Nýja-íslandi. Auk blaðaútgáfunnar er mér kurm ugt um aðeins 2 smárit, sem prentu voru og gefin út af Prentfélaginu. a meðan það var við lýði. — Annað eí

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.