Kirkjuritið - 01.09.1976, Page 37

Kirkjuritið - 01.09.1976, Page 37
nidarminning Séra Jóns Þorvaldssonar á Stað F. 26. ág. 1876, d. 31. des. 1938 Staður á Reykjanesi hefur lengi verið rnerkt og annálað prestssetur og þar hafa löngum setið merkir prestar. Einn af Þeim var séra Jón Þorvaldsson, sem át‘i aldarafmæli 26. ágúst s. I. For- elcirar hans voru séra Þorvaldur Stefánsson, prestur í Hvammi í Norð- Urárdal og kona hans Kristín Jóns- ^óttir síðar kona séra Bjarna Símonar- sonar á Brjánslæk. Ólst upp í Hvammi ^ar til faðir hans dó, síðan mest með ^óður sinni. — Varð stúdent 1894, út- skrifaðist úr Prestaskólanum 1897. Stundaði kennslustörf á ýmsum stöð- Urn næstu ár. Dvaldist í Danmörku 1899—1901, stundaði sönglist og ynnti sér kirkjulegt líf. Vígðist til ^taðarprestakalls 12. júní 1903. Sama ar kvæntist hann Ólínu Snæbjarnar- óóttur hreppstjóra Kristjánssonar í Hergilsey á Breiðafirði. Börn þeirra hjóna voru: Snæbjörn, ó i bernsku, Snæbjörn bóndi á Stað, a9nheiður, húsfreyja og Kristján, lög- ra2ðingur, dáinn. Þau ólu upp tvö °sturbörn: Ingibjörgu Árnadóttur, hús- reyju á Miðhúsum og Jón Árna Sig- UrSsson, prest í Grindavík. séra Jón Þorvaldsson dó 31. des. ^ 58 og hafði þá þjónað Staðarpresta- " ' ' 35 1/2 ár. Auk þess þjónaði kall i —w ‘ / t- ai. r\ui\ [jcoo wi iciv-m gPn_n lengst af Gufudalssókn og um ei3 Garpsdalssókn og Staðarsókn í teingrímsfirði. Staður á Reykjanesi er vildisjörð, enda var búið þar rausnarbúi í tíð séra Jóns og var hin ágæta kona hans bónda sínum hin mesta stoð og stytta. Staðarheimilið var annálað fyrir menn- ingu og höfðingsskap, gestrisni og góðsemi, og þótti þangað gott að koma og þar að dvelja. Enda var mjög gestkvæmt á Stað. Sóttu þau hjón heim bæði innlendir og erlendir merk- ismenn, fræðimenn og skáld, og sumir komu oftar en einu sinni. Þar var öll- um tekið með kostum og kynjum og ekki farið í manngreinarálit, og miðl- uðu þau hjón af nægtabrunni, bæði efnalega og andlega. En sérstaklega vil ég minnast séra Jóns sem prests. Hann var fyrst og fremst presturinn. Ungur hneigðist hugur hans til þessa starfs. Hann öðl- aðist heita og einlæga trú og trúar- áhuga og vildi vera sendiboði drottins á meðal safnaðanna. Og boðskapur hans var ákveðinn. Þar kenndi ekki hiks né efa. Hann vissi, að boðskapar- ins var þörf. Þess vegna tók það hann sárt, er heyrendur orðsins voru stund- um færri en skyldi. Sumum kann að virðast að séra Jón hafi verið þröng- sýnn í trú sinni. En svo var ekki. Var aðeins heill og ákveðinn. Hugur hans var ætíð opinn. Hann las fádæma mik- ið, en hann var vandur á lestrarefni og hann las með íhygli og umhugsun.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.