Kirkjuritið - 01.09.1976, Page 38

Kirkjuritið - 01.09.1976, Page 38
Hann var fyrir mér hinn mikli hugs- uður. Hann hlaut að brjóta til mergjar hin þyngstu vandamál. — Baráttulaust komst séra Jón ekki til trúar, baráttu- laust komst hann ekki til skilnings á trúar sannindum né hélt þeim skilningi. Hann var ætíð síspyrjandi, leit- andi, hugsandi. Og sökum hinnar vak- andi íhygli, voru líka vandamálin fleiri, sem hann kom auga á og vildi fá úr- lausnir á. En í öllu þessu umróti bar- áttu og heilabrota, stóð trú hans eins og klettur úr hafinu, hið barnslega trúnaðartraust. Og það vildi hann inn- ræta öðrum, ekki sízt fermingarbörn- um sínum. Við fermingarundirbúning lagði hann mikla rækt. Mér fannst séra Jón vera spekingurinn með barns- hjartað. Spakur að viti, lærður og les- inn, en hjartað barnslega einlægt og trúað. Maður, sem bundinn var slíkri tryggð við boðskap fagnaðarerindisins sem séra Jón, hlaut að vera mannúðar- maður. Hann var andstæðingur allrar kúgunar og grimmdar. Slíkt gat ekki samrýmzt kristilegum bróðurkærleika- Slíkt var andstætt öllu því, er byggí3 átti upp ríki guðs á meðal mannanna- Mannréttindin eru helgur réttur, sem hann vildi, að öllum mætti í skaut falla. Þó að séra Jón væri alvörumaður a marga lund, gat hann verið innileg3 glaður og hress og naut þess, að fó|k kæmi til hans. — Hann var skáld gott og söngvinn, hafði djúpa og falleg3 rödd og andríki hans og hugkvæmm gerði það að verkum, að það var gam' an að dvelja með honum á gleðistund. — Séra Jón fór ekki alltaf annarra götur. Hann lét ekki heillast af hverjum kenningavindi, er yfir gekk. Hann átti sem fyrr segir, heilbrigða kjölfestu 1 trú sinni. Og þess vegna var hann h"ka staðfastur og heill vinur. Vinhlýja hans var örugg. Svo kom hann öllum fýrir sjónir, er kynni höfðu af honum í lífl hans og starfi. Séra Jón var því vm- margur í sínum verkahring alla sína prestskapartíð. Og þó verður það seti sannleikur, að enginn veit, hvað á hefur, fyrr en misst hefur. Svo var Þa° og um séra Jón, hinn sérstæða gafu' og gæðamann. Mér var bæði Ijúft og skylt að minn ast séra Jóns Þorvaldssonar á aldar afmæli hans, þótt af vanefnum sé. Sv° undur margt gott á ég honum upp a unna. Blessuð sé minning hans. Sigurður S. Haukdal

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.