Kirkjuritið - 01.09.1976, Page 43

Kirkjuritið - 01.09.1976, Page 43
In memoriam Séra Óskar H. Finnbogasson f- 13.9. 1913 — d. 24.2. 1976 Séra Öskar Höskuldur Finnbogason Var fæddur í Skarfanesi á Landi hinn 13- sept. árið 1913 og var því á 63. a|dursári, er hann lézt hinn 24. febr. sl. Foreldrar hans voru þau Finnbogi öskuldsson og Elísabet Þórðardóttir, úandi hjón í Skarfanesi og þar ólst skar upp með þeim í stórum syst- ■doahóp. Efni voru knöpp, sem almennt var °9 eigi auður í búi, en útsýn víð og f u9ion ekki einskorðaður við ask- iokið. Mfsbaráttan var hörð og auðvitað 9ekk Óskar að öllum almennum störf- er hann óx úr grasi. Þess gætti 0 enemma, að hugur hans mundi meir bundinn við bækur en búskap. Brauzt hann í því ungur að afla sér fræðslu, — fór til Reykjavíkur og var þar um sinn á vegum eldri systkina sinna, sem hér voru búsett, — sat í gagnfræða- skóla, settist í Verzlunarskólann og lauk þaðan prófi 1937. Enn var þó langt í land, að lærdómsþrá hans væri svalað. Hann tók kennarapróf 1940 og kenndi að því loknu við íþróttaskóla Sigurðar Greipssonar í Haukadal. Á því sviphýra höfuðbóli, þar sem áherzla var lögð á heilbrigða sál í hraustum líkama, þótti honum gott að vera. Hér skýldi líka skógurinn eins og heima í Skarfanesi. En nú voru lærdómslindirnar þó annars staðar fjöl- þættari en þarna á þessu fornfræga 201

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.