Kirkjuritið - 01.09.1976, Side 45

Kirkjuritið - 01.09.1976, Side 45
til starfa, enda mun hafa hillt undir Það, áöur en hann fór og síðustu vik- Urnar, sem hann lifði hló honum hug- Ur í brjósti, — en á góðum stundum Vur hann barnslega glaður, einlægur °9 hlýr. Ég minnist þess, er ég heimsótti sr. Óskar á Bíldudal skömmu eftir að hann settist þar að, hver gleði bjó í svip hans og birta. Bílddælingar höfðu tekið honum vel og hann fagnaði því fá að verða þeim að liði. þar fékk hann í raun og veru fyrst viðhlítandi aðstöðu til þess að rækja Prestsskapinn með nokkurn veginn eðlilegum hætti og það gerði hann af a|úð. Heimilið stóð opið gestum og 9angandi. Þar nutu leiðsagnar ung- menni og börn, — bæði þau er sein- faar voru, svo að ekki gátu á eigin sPýtur svarað kröfum skólans og einn- '9 hin er af báru um námsgetu og tengu ekki verkefni við hæfi í almennu námi. Éftirlifandi eiginkona sr. Óskars er i^akel Veturliðadóttir frá ísafirði. Þeim varð þriggja barna auðið. Synirnir eru tveir: Finnbogi.tæknifræð- ingur og Veturliði Gunnar, enn í skóla, dóttirin, Guðrún Auður er gift kona í Kaupmannahöfn. Stjúpdóttir sr. Óskars er Kristjana Valdimarsdóttir, búsett í Reykjavík. Sr. Óskar Finnbogason hreykti sér aldrei, hafði sig lítt í frammi ótilknú- inn, — en hann var einlægur og undir- hyggjulaus, — átti allar götur eitthvað af óspilltu eðli barnsins. Hann var hlédrægur, bar hug sinn ekki á torg, — íþyngdi öðrum ógjarnan með áhyggjum sínum eða angursefnum, — en sólskinsstundir átti sr. Óskar einn- ig margar, — þekkti þetta vel, að eitt bros fær varpað birtu á allan heiminn." Undir lokin var honum þrótt fyrir allt bjart fyrir augum, sem áður var sagt og vfst er, að hlýtt er um myndina hans í hugum þeirra, er þekktu hann bezt. í augum þeirra var hann „góður vinur, góður maður, góður drengur." Þorbergur Kristjánsson 203

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.