Kirkjuritið - 01.09.1976, Side 49

Kirkjuritið - 01.09.1976, Side 49
Frd tíðindum beima Skírnarfontur fagur gripur gefinn Mosfellskirkju ' Grímsnesi ^osfellskirkju hefur borist mjög veg- le9 gjöf frá Haga í Grímsnesi, skírnar- fontur úr mahóní, sérlega vandaðsmíði °9 formfagurt, skreytt táknrænum ^yndum og áletrun, afar smekkleg skreyting og listamanns handbragð á ^voru tveggju, heildar svip og hverju ^nífsbragði í útskurði. Listamaðurinn, sem smíðaði þennan kjörgrip, er Þór- ar'nn Stefánsson, fyrrverandi kennari VlS Héraðsskólann að Laugarvatni. — kírnarfontinum fylgdi þessi lýsing Þórarins. ■.Skírnarfontur þessi hefur snið j^ssukaleiks, en er ekki til fulls r'n9laga, heldur áttstrendur. Á einni af átta hliðunum er Kristsmerkið úr eföfunum XP, og er það framhlið _°ntsins. — Þegar staðið er fyrir rarnan þetta merki, er tákn dúfu fyrir mi3ri vinstri hlið og tákn skips fyrir f"3ri hægri hlið, en beint andspænis ^arnhliðinnj er akkeristákn fyrir miðju. múii þessara reita eru svo reitir með a|etrunum.____ Aletranir þessar og táknmál á skírn- arf°ntinum mætti taka saman eitthvað a Þessa leið: ^fistsmerkið táknar endurlausnara annkynsins, aðra persónu guðdóms- ins, Guð og mann. Með skipinu er táknað samfélag þeirra, sem trúa á hann og vilja njóta endurlausnarinnar. i því er fólgið fyrirheitið um eilíft líf og farsæld annars heims. í þessu sam- félagi tekur við hver kynslóðin af ann- arri í breytni eftir boðorðinu: „Skírið þá til nafns Föðurins, Sonarins og hins Heilaga Anda.“ Með dúfu tákn- inu er minnt á aðstoð Heilags Anda við hvern kristinn mann í því að lifa góðu líferni og veita eftirtekt öllum innblæstri til góðra hluta. Skip hjálp- ræðisins, kirkjan, hefur það hlutverk að skila honum heilum í höfn, svo sem táknað er með akkerinu.“ Skírnarfonturinn er gefinn til minn- ingar um feðgana frá Haga, sem drukknuðu í Apavatni 4. apríl 1974, Helga Guðnason (f. 1. des. 1914) og Guðmund Helgason (f. 21. sept. 1948) og einnig til minningar um Guðmund Öla Magnússon frá Haga (f. 24/10 1887, d. 5/5 1973). Ég flyt gefendum og listasmið alúð- ar þakkir, að Mosfellskirkja hefur nú loks eignast skírnarfont, sem þar hef- ur lengi verið saknað — og svo góðan grip, sem sæmir henni vel. Ingólfur Ástmarsson. 207

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.