Kirkjuritið - 01.09.1976, Page 50

Kirkjuritið - 01.09.1976, Page 50
Frá Prestakvennafélagi íslands Tuttugasti aðalfundur Prestskvennafé- lags íslands var haldinn að Skógum undir Eyjafjöllum dagana 1.—2. júlí 1976. Á aðalfundi 1975 var ákveðið að minnast þessara tímamóta með því að halda fundinn utan Reykjavíkur, þar sem tíu ára afmælisfundurinn þótti hafa heppnast vel, en hann var hald- inn á Laugarvatni. Þátttaka var lítil, aðeins 22 konur, þar af 12 sem voru á stofnfundi félagsins. Um kvöldvöku sáu prestskonur úr Rangárvallapró- fastsdæmi. Frú Ölöf Jónsdóttir Odda sýndi skuggamyndir, en hún var einn- ig leiðsögumaður á leiðinni austur. Frú Auður Guðjónsdóttir í Þykkvabæ las upp kvæði og stýrði spurningaþætti. Á heimleið var komið við í Þykkva- bæ, þar sem presturinn tók á móti hópnum, sýndi kirkjuna og hafði þar helgistund. Kvenfélagskonur buðu til kaffidrykkju. í stjórn Prestskvennafélagsins eru: Ingibjörg Þórðardóttir, formaður; Rósa Blöndal, varaformaður; Ingibjörg Flan- esdóttir, gjaldkeri; Anna Sveinbjörns- dóttir, ritari. í varastjórn eru: Arndís Jónsdóttir, Guðrún Lára Ásgeirsdóttir, Herdís Helgadóttir. Rósa Þorbjarnardóttir var búinn að vera formaður í 4 ár og baðst undan endurkosningu. Norrænt prestskvennamót verður haldið í Finnlandi dagana 4.—7. ágúst 1977 í Járvntáá, sem er ca. 50 km norðan við Helsingfors. Efni mótsins verður: Ensamhet och gemenskap- Þátttaka tilkynnist fyrir áramót til frú Rósu Þorbjarnardóttir, Kópavogi. Samvera um helgihald í Skálholti- Að tilhlutan Skálholtsskóla var efnt til samveru um helgihald á s. I. hausti- Hafði hún áður verið auglýst á presta- stefnu. Markmið þessarar samveru var uppbygging, hvíld og góðra vina kynnr Þátttakendur komu til Skálholts kvöldi 6. sept. og hófst þessi samvera með náttsöng, sem sunginn var í kirkj- unni. Næstu tvo daga voru flutt erindi og ritskýringar. Dagarnir hófust með messu og ívaf þeirra var tíðargjörðin- Lesnar voru miðdagstíð, nóntíð og aft' ansöngur en sunginn náttsöngun Sr. Guðmundur Óli Ólafsson flutti i'it- skýringu, sem reist var á Rómverja' bréfinu. Fjallaði ritskýringin um erindi þessa bréfs til Gyðinga. Sr. Halldór Gröndal flutti ritskýringu um verk Andans og hina síðustu tíma. Sr- Heimir Steinsson, rektor, flutti erindi. sem hann nefndi „í Kristi" og sr. Arn- grímur Jónsson flutti erindi, er nefnd' ist „Um lútherska messu“ og fjalla^j um messuhætti á siðabótartímum 1 Þýzkalandi og víðar um lönd og áhdf á íslenzka messu. Eitt kvöldið ^ Glúmur Gylfason, organisti á Selfos5'1 á orgel Skálholtskirkju við óblandna ánægju þátttakenda. Samvera þessi var öll hin ánasgju' legasta og mun haldið áfram á sömu braut síðar. 208

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.