Kirkjuritið - 01.09.1976, Page 51

Kirkjuritið - 01.09.1976, Page 51
og erlendis HeimráS kirkna og sannleikurinn ^ann 12. júlí s. I. birti norska dag- blaðið ,,Aftenposten“ kjallaragrein þá er hér fer á eftir. Höfundurinn er Lasse Trædal. ^inna athyglisverðast við 5. heimsþing Alkirkjuráðsins í Nairobi í fyrra var, að vandamál, sem ekki var á dagskrá þess og aldrei var fjallað um form- le9a sem sérstakt mál, setti svip sinn a aHt þingið. Tildrögin voru bréf það, Sern nú er frægt orðið, frá Rússunum tveim, Gleb Jakunin og Lev Regelson. Sá fyrrnefndi er grísk-kaþólskur Prestur, hinn sagnfræðingur. Bréfinu hafðj verið smyglað út úr Sovétríkj- Unum, og f Nairobi var það fjölritað °9 því dreift meðal þingfulltrúa. Það Varð strax höfuð umræðuefni manna a meðal. Trúarofsóknirnar eystra voru ^ð öllu óvænt orðnar miðdepill á Vettvangi, þar sem ekki hefur mátt nefna slíkt, síðan rússneska kirkjan Varð aðili 1961. Bréfið til Alkirkjuráðsins, — stílað Philips Potters, aðalframkvæmda- sfjóra, — er athyglisvert skjal. Framan er það með skýrslusniði og veitir ^lrsýn þeirra hörmunga, sem kristnir >g áhangendur annarra trúar- hafa orðið að þola, eftir valda- töku kommúnista 1917. Þar næst er vikið að afstöðu Alkirkjuráðsins til of- sóknanna og endað með beinni átta liða áskorun til heimsþingsins. Bréfritararnir segja, að trúaðir menn í Sovétríkjunum hafi ekki gert sér nein- ar tálvonir um breytta afstöðuyfirvalda, þegar veitt var leyfi til aðildar að Al- kirkjuráðinu. Það var alltof augljóst, að aðildarumsóknin 1961 var í sam- ræmi við baráttu og tilgang Sovét- stjórnarinnar. Samtímis því, að sótt var um aðildina, hleypti Krusjtsjov af stað nýrri öldu trúarofsókna, sem lyktaði með fjöldahandtökum um allt landið og eyðileggingu meira en 10.000 kirkna. Engu að síður væntu kristnir menn þess, að aðildin að Alkirkjuráðinu mundi leiða til bættrar aðstöðu fyrir þá. „Þeir vonuðu,“ segja Jakunin og Regelson, ,,að Alkirkjuráðið mundi veita hinni nýju aðildarkirkju öflugan stuðning, hafa forgöngu um alþjóðlega hreyfingu til varnar ofsóttum kristn- um mönnum og safna öllum kristnum til sambænar fyrir hinni líðandi kirkju. „En vonbrigðin og örvæntingin gerðu vart við sig, eftir því sem Ijósara varð, að Alkirkjuráðið hafði alls engan áhuga á hinum ofsóttu. Ekki reyndist 209

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.