Kirkjuritið - 01.09.1976, Síða 56

Kirkjuritið - 01.09.1976, Síða 56
að hefja rit sitt á þennan hátt, ætlast Lúkas bersýnilega til þess, að það sé tekið sem sögulegt verk. Sjálfsagt er að álíta, að hann hafi skrifað í góðri trú, hvað sem um hæfni hans sem sagnfræðings má segja. Gera má ráð fyrir, að hann hafi verið kunnugur frá- sögnum sjónarvotta, og auk þess skrifuðum heimildum, byggðum á slík- um frásögnum. Hann kveðst hafa rann- sakað sjálfur, líklega bæði munnlega geymd og ritaðar heimildir, og gert úr þeim samfellda sögu. Engin ástæða er til að draga þessar upplýsingar í efa Gagnrýnin athugun hefur leitt í Ijós, að í báðum bókum hans er að finna bæði skrifaðar heimildir og munnlega geymd, en höfundur hefur lagt til hinn samfellda heildarsvip. Honum hefur reynst afar erfitt að setja atburðina í fullnægjandi tímaröð, enda árangurinn ekki alls staðar jafngóður. Af skrifuðum heimildum, sem hann hefur haft fyrir sér, getum vér með vissu fullyrt um eina. Hún er engin önnur en Markúsarguðspjall, sem vér munum ræða nánar á þessum blöðum. Frá Markúsi hefur Lúkas fengið mikið af frásagnarefni sínu, en aftur á móti ekki það efni, sem inniheldur kenningu Jesú. Venjulega, en þó ekki alltaf, tek- ur hann Markús fram yfir hinar ,,frá- sagnirnar af atburðunum", sem hann og þekkir, og rekur líka stundum. Bróðurparturinn af orðum Jesú, sem hann tekur upp í rit sitt, (— og orð Jesú greinum vér skýrt frá öðru efni) kemur heim, stundum enda orðrétt, við hliðstætt efni í Matteusarguðspjalli. Og snúum oss nú að því síðarnefnda. Matteusarguðspjall er að sumu leyti ákaflega frábrugðið Lúkasarguðspjalli. Höfundur þess kemur aldrei sjálfur fram í verki sínu, eins og Lúkas gerir. Hann segir oss ekkert um tilgang sinn eða aðferðir, og ekki heldur um heim- ildir þær, er hann styðst við. Lúkasar- guðspjall er framtak einstaklings, en Matteusarguðspjall virðist líkara opin- beru fyrirtæki, eins konar fræðslu- handbók fyrir þá, sem snúist hafa til trúar, gengið í kirkjuna. Það er örðugt að ákvarða ritunartíma þess, og hafa fræðimenn ekki getað komið sér sam- an um hann, en það er ólíklegt að mínum dómi að það hafi orðið til á undan sagnfræðiriti Lúkasar um UpP' haf kristindómsins. Nafn Matteusar hefur alltaf verið tengt verkinu, en ó- líklegt er að postulinn með því nafm sé höfundur þess, þótt hann kunni að hafa lagt til sumt af efninu. Frásagnar- efnið byggir næstum einvörðungu 3 Markúsi. En guðspjallið er mun merki- legra að því er varðar orð Jesú. Af þeim er það auðugra en Lúkasarguð- spjall og niðurskipan efnisins er miklu fullkomnari, og í því sambandi e( greinilega haft í huga notagildi þesS við kennslu. Ef vér spyrjum, hverjar þær heim' ildir séu, sem höfundur sækir Jesu- orðin til, þá byggist svarið á mjög na- kvæmum rannsóknum, og verður Þ° aldrei meira en í hæsta lagi líkleg1; Hann virðist nota fjölda mismunand1 heimilda, skrifaðar og munnlegar, °9 svo virðist, sem hann ritstýri Peifí] meira og minna. Þó getum vér sagt el með nokkurri vissu og það er að möi'9 Jesú-orð ritsins, sem einnig er a finna hjá Lúkasi, hljóta báðir að ha a fengið, ýmist skrifuð eða munnleg, *ra tímabili löngu áður en þeir hófu 214
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.