Kirkjuritið - 01.09.1976, Page 57

Kirkjuritið - 01.09.1976, Page 57
verk sín.2) Og þá erum vér komin ®nn nær uppsprettunni sjálfri. Það eru þá Matteus og Lúkas, sem iáta oss í té fyllstu upplýsingarnar um kenningu Jesú og þær skulum vér athuga vel, áður en vér snúum oss aÖ frásagnarefninu. Hvert er eðli þess- ara upplýsinga, og hvernig var þessu efni safnað saman? Starf frumkirkjunnar, í því skyni að ávinna heiminn, fór að mestu fram á sviði mannsraddarinnar, í prédikun, kennslu og tilbeiðslu. Hið talaða mál miðlaði orðum Jesú í fyrstunni. Þegar Páll vitnar til orða Jesú í bréfum sín- Ufn, sjáum vér, að munnlega hefur ^enn lært þau og kunnað, fremur en af skrifaðri bók. Þó kunna sum þeirra a® hafa verið til uppskrifuð, ef til vill 1 formi minnispunkta handa kennurum. þegar Páll ritar bréf sín, þá hafa all- tént verið í umferð viðtekin ,,orð ðrottins", sem hann gat vitnað til í trausti þess, að lesendur hans myndu hekkja þau og taka trúanleg. Ekkert Var eðlilegra en að slík ,,orðasöfn“ yrðu til, víðsvegar og frá hendi ým- lssa höfunda, til nota í kirkjunni, og tað voru einmitt þessi ,,orðasöfn“, sern urðu guðspjallariturunum uppi- staða í verk þeirra. Munnleg sagngeymd getur verið n°kkuð viðsjárverð. Minnið getur svik- sagan breyst, frá því hún er fyrst ^yrð og þar til hún er sögð öðrum. í J3essu sambandi þarf þó að hafa fleira 1 huga. Fyrstu kristnu mennirnir voru Qyðingar. Meðal þeirra var á þessum tífT1a mikill skilningur á því, að læri- sveini væri skylt að muna og segja rétt ra kenningu meistara síns. Tæplega ata lærisveinar Jesú verið síður hæfir og samvizkusamir en lærisveinar ann- arra kennara. Allt um það er erfitt að segja til um, hvort orð Jesú eru komin til vor í nákvæmlega sömu mynd og þegar hann talaði þau. Jesús talaði arameísku. Orð hans hafa verið þýdd á grísku, af kristnum mönnum, sem töluðu þessi tvö tungumál og reyndu að þýða rétt eftir bestu samvisku. Stundum rekumst vér á mismunandi tilraunir til þess að þýða sömu orðin. Ekki var heldur lögð sama áhersla á orðrétta endurtekningu og meðal lærðra Gyðinga. Það voru starfandi kennarar, sem skiluðu hefðinni áfram. Þeim var mest í mun að koma inni- haldi boðskaparins áleiðis til áheyr- enda sinna. Ef til vill endursögðu þeir orð Jesú og aðhæfðu þau þeim að- stæðum, sem þeir voru staddir í hverju sinni, en þær gátu verið ólíkar aðstæð- unum, þegar orðin voru fyrst töluð. Einnig gátu þeir átt það til að skjóta inn athugasemd til skýringar, sem síð- an festist í hefðinni og varð hluti af henni. Eða líka að rökræður við áheyr- endur, sem ekki voru kristnir, ráku þá til þess að leggja óhóflega áherslu á eitthvert atriði Jesú-orðanna. En ætl- unin var jafnan sú að túlka það, sem Jesús sjálfur kenndi og koma því, sem hann átti við, til skila til áheyrenda og lesenda. Þótt allt þetta sé haft í huga: skeik- ulleiki munnlegrar flutningar, brenglun af völdum þýðingar, áhugi kennarans á því að færa orðin til samtíma síns og einfaldlega mannleg mistök, verður því samt ekki í móti mælt, að fyrstu guðspjöllin þrjú hafa að geyma safn orða, sem eru í heild svo samkvæm sjálfum sér, svo samstæð og svo ein- 215

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.