Kirkjuritið - 01.09.1976, Qupperneq 61

Kirkjuritið - 01.09.1976, Qupperneq 61
svo langt að segja, að guðspjöllin létu oss ekki annað í té en hugmyndir manna í frumkristni. Þau gætu ekki veitt oss upplýsingar um Jesúm sjálfan °9 ævi hans. Um þetta stóð höfundum Þeirra á sama. Tilgangur þeirra var að skrifa trúarleg, en ekki söguleg verk. Hér var ofdjúpt tekið í árinni, ofmikil áhersla lögð á mikilvæg sannindi, sem oiönnum hafði raunar stundum sést yfir. Vissulega eru guðspjöllin trúarleg ritverk. Þau bera trú kirkjunnar vitni. ^n þar með er ekki sagt, að þau séu ekki einnig söguleg verk, sagnfræði, eöa að höfundar þeirra hafa ekki haft áhuga á staðreyndum málsins. Nema Lúkas blekki lesendur sína því meir, Þá er tilgangur hans, sem og fyrir- rennara hans, að ,,færa í sögu við- burði þá, er gjörst hafa meðal vor“, 1 Því skyni að láta í té áreiðanlega vitn- eskju um þá. Sjálfur hefur hann litið a Markúsarguðspjall sem hvort tveggja 1 senn, sagnfræðilegt og trúarlegt rit, Því að hjá Markúsi gengur hann í smiðju og fer með rit hans sem dýr- maeta uppsprettu upplýsinga, þótt hann líti ekki á hann sem óskeikulan. Öþarft er að ætla, að hinir tveir guð- sPjallamennirnir hafi ekki farið eins að. Sannleikurinn er sá, að tilraunir til að skilja á milli staðreyndar og túlk- uPar sem tveggja sérstæðra þátta leiÖa oss í ógöngur, hvort sem vér reVnum að skræla túlkunina utan af staðreyndunum eða þá að staðreynd- lrr>ar eru álitnar skipta engu máli, held- Ur túlkunin ein. í augum reglulegs Sa9nfræðings (gagnstætt annálaritar- anum) er þýðing og merking atburðar 1 lífi þeirra, sem upplifðu hann, hluti af atburðinum sjálfum. Þetta er al- mennt viðurkennt af sagnfræðingum. Og það hefur alveg sérstaka þýðingu, að því er varðar kristið efni. í hinum hebresk-kristnu trúarbrögðum er ein- mitt litið á atburði sögunnar sem þann vettvang, þar sem Guð opinberar mönnunum sjálfan sig og vilja sinn. Þessa verður hvarvetna vart í Gamla testamentinu. í Nýja testamentinu sjá- um vér, að Guð opinberar sig einkum í því, sem Lúkas kallar ,,veg Drott- ins“. 4) Þessi „vegur Drottins", eða m. ö. o. staðreyndir um Jesúm, er settur fram í því skyni að koma á framfæri eins skýrt og mögulegt er því, sem höf- undar guðspjallanna töldu vera sanna merkingu hans. I þeim skilningi eru guðspjöllin framsetning á trú kirkjunn- ar. Meginatriði þessarar trúar var það, að Jesús reis „aftur upp frá dauðum", er hann hafði verið deyddur á krossin- um. Þessi trú varð ekki til innan kirkj- unnar, né heldur er hún kenning. Þvert á móti er þetta sú trú, sem kirkj- an er orðin til utan um, og án hennar væri ekki um neina kirkju að ræða eða nein guðspjöll, að minnsta kosti ekki eins og vér þekkjum þau. Þessu getur engin sagnfræði neitað. Hvort þessi trú er rétt eða staðleysa, um það þarf sagnfræðin ekki að dæma, má enda ekki segja til um það. Síðar á þessum blöðum verður meira rætt um trúna á upprisu Jesú. Á þessu stigi málsins er mikilvægt að gera sér grein fyrir því, að hinar ýmsu frásagnir af því, er Kristur birtist lærisveinum sínum upprisinn, hafa allar eitt atriði sameig- inlegt, þótt mismunandi séu í guð- spjöllunum fjórum og örðugt sé ef til 219
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.