Kirkjuritið - 01.09.1976, Side 62

Kirkjuritið - 01.09.1976, Side 62
vill að samræma þær svo vel sé. Þær fjalla greinilega ekki um neins konar óljósa eða dularfulla reynslu, heldur einkennast af því, að Kristur er þekktur aftur. Og það er ekki hægt að kannast við þann aftur, sem menn hafa aldrei þekkt eða séð. Þetta, að muna eftir og þekkja aftur kunnuga persónu, er því einkenni þeirrar trúar, sem varð til þess, að guðspjöllin voru skrifuð. Minni „sjónarvotta og þjóna orðsins" var vitanlega alveg ferskt sökum þess hve skammt var um liðið. En nú var varpað á minningu þeirra Ijósi þeirrar uppgötvunar, sem gerði þá furðu lostna í fyrstu: leiðtoginn, sem þeir höfðu talið horfinn fyrir fullt og allt, hafði nú borið sigurorð af sjálfum dauðanum með þeim hætti, sem varð að sama skapi óútskýranlegur sem hann var óvefengjanlegur. Þeir trúðu því, hvort sem aðrir gerðu svo eða ekki. Nýju Ijósi hafði verið varpað á atburðina. Guðspjöllin greina þannig frá staðreyndum, sem menn höfðu fest sér í minni. En þau segja frá þeim í Ijósi þess, sem síðar gerðist: uppris- unnar. Barnaskapur er að ætla, að þetta falsi frásögnina eða færi hana úr lagi, nema auðvitað að ráð sé fyrir því gert í upphafi, að þessi trú hljóti að vera staðleysa. Allt um það er ekki úr vegi að minnast þess, að „eftir á“ verður mönnum oft Ijós merking at- burða, sem þeir botnuðu ekkert í, þeg- ar þeir gerðust. Viða í guðspjöllunum er oss sagt, að ekki einasta mann- fjöldinn, heldur og nánustu fylgismenn Jesú, hafi ekki skilið ýmislegt af því, sem hann sagði og gerði. Af því sýnist mega draga þá ályktun, að nú hafi þeir skilið það. Og skyldi það vera fjarri sanni? En sé þessu svona farið, þá þarf hér nokkru við að bæta. Sé upprisan lykillinn að því, sem gerðist, og ekki aðeins „góður endir“ á harmleik, þá er nokkuð af þessu með þeim hætti, að vér erum stödd á ystu nöf mann- legs veruleika, þar sem hverdagslegri reynslu sleppir og leyndardómurinn tekur við. Hér er frásögn af hlutum, sem gerðust í raun og veru, en fá aukna vídd í Ijósi málalykta. Slíka sögu er ekki hægt að segja eins og hverja aðra hverdagslega frásögn. Það verð- ur að grípa til táknmáls og líkinga. I þessu skyni gátu sögumenn fært sér í nyt tákn og hugmyndir, sem að miklu leyti voru tekin í arf úr spásögnum og Ijóðmælum Gyðinga. Þetta setur glögg merki á stíl frásagnanna, ekki aðeins málfarslega, heldur og að Þvl er varðar hugarheim og hugblæ, jafn- vel tilfinningu. Lesandinn skyldi minn- ast þessa. Áður en höfundur Jóhannesarguð- spjalls tekur að rekja starfsferil Jesú, segir hann lesendum sínum, við hverju þeir megi búast: „Þér munuð hjá him- ininn opinn og engla Guðs stíga upP og stíga niður yfir mannssoninn." ) Jóhannes ætlar ekki að fara að lýsa því, er vængjaðar verur fljúga upp °9 fljúga niður: það er ekki sagt frá nein- um slíkum viðburði í guðspjöllunum- Honum liggur annað og meira á hjarta, því að í gjörvöllu ritinu mun glöggur lesandi greina samskipti tveggJ3 heima. Hann mun lesa um það, hversu Guð og maður, himinn og jörð, msett' ust í einstæðum æviferli Jesú Krists, 220

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.