Kirkjuritið - 01.09.1976, Síða 68

Kirkjuritið - 01.09.1976, Síða 68
eða til þess að sannfæra og vinna samþykki áheyrandans. Sem dæmi má nefna líkingarorðið eða kenninguna „hestur sjávarins" eða samlíkingu ævi manns við sjóferð í misjöfnu veðri eða tilraun til þess að skýra úrslit alþingis- kosninga með því að segja frá líkum kosningaúrslitum í eldri kosningum. i þessum dæmum byggist samlíkingin á einhverjum sameiginlegum þætti eða þáttum. Þeir eru í sömu röð taldir og dæmin þessir: mistök í messunni og viðkomandi verkefni, skynding hugsun- ar og eldingar, hraðgengi samgöngu- tækis, skips og hests, velgengni ogerf- iðleikar, sem skiptast á í sjóferðum og á æviskeiði flestra manna, og loks t. d. hlutfall atkvæða í kosningum. Þessi sameiginlegi þáttur er venjulega nefndur þriðji liður samanburðarins (tertium comparationis). Þar sem hann er fyrir hendi, er hægt með kunnugu dæmi að veita frekari skilning eða reyna að rökstyðja skoðun um það, sem er minna þekkt af áheyrandanum. Þótt oftast sé um einn þátt að ræða, þá geta þeir verið fleiri sameiginlegir í málefni og mynd. Hér verður ekki greint frá umræð- um fræðimanna um margbrotið eðli líkingamáls, en algengt er að flokka líkingamál eftir því, hvort myndin er sett í stað þess, sem lýsa skal. Hið síðara gildir að nokkru um líkingarorð- ið eða kenninguna um skipið, þar sem hestur var settur fyrir skip. En oft kemur eitt orð í stað annars, án þess að af því verði ráðið, hvert málefnið er, en þá er venjulega byggt á venju í líkingamáli málsamfélagsins. Myndin verður nánast tákn, t. d. þegar orðið hirðir er notað um prest. Þegar fleiri 226 slík myndræn tákn koma fyrir í frá- sögu, gefa þau til kynna, hvaða mál- efni hún á að skýra, en sé hún hlaðin slíkum táknum, svo að hún glati eðli sínu sem heilsteypt mynd eða frásögn, er hún orðin röð af myndum, þar sem sérhver mynd krefst túlkunar. Frásag- an hefur þá orðið einhvers konar dul- mál. Hún segir eitthvað annað en í henni stendur að venjulegum skilningi- Þetta kallast með grísku orði á máli fræðimanna allegoría, það er ræða, sem segir eitthvað annað. Gott ís- lenzkt orð um þetta hef ég ekki fundið. Dæmi um allegóríu væri frásaga af Fjallkonunni, börnum hennar og brek- um þeirra, þar sem táknið Fjallkonan stæði fyrir ísland, börn hennar tákn- uðu íslenzku þjóðina og brek þeirra sorgarsögu islendinga. Stundum er venjuleg frásaga eða myndræn frá- sögn túlkuð þannig, að sérhverjum þátta hennar er gefin sjálfstæð merk- ing. Hún er þá túlkuð allegórískt. Víkjum nú að notkun líkingamáls ' Nýja testamentinu og þá einkum 1 ræðum Jesú í Samstofnaguðspjöllun- um, þ. e. Matteusarguðspjalli, Mark' úsarguðspjalli og Lúkasarguðspjal11’ en almennt er talið, að Markúsarguð- spjall liggi til grundvallar hinum tveim- Jóhannesarguðspjall stendur sér, vegna þess að þar renna orð Jesú oQ íhugun guðspjallamannsins saman. Jesús velur myndir líkingamáls síns úr ýmsum þáttum daglegs lífs Palestínubúans á hans dögum. ur akuryrkju bóndans tekur hann daemi' söguna um Ferns konar sáðjörð (Mark- 4:3—8), úr búrekstri stórbóndans (kaupmannsins?) segir hann dsemi' söguna um Týnda soninn (Lúk. 15:11
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.