Kirkjuritið - 01.09.1976, Page 71

Kirkjuritið - 01.09.1976, Page 71
boðið, muni ekki fá hlutdeild í veizl- unni. En í Matteusarguðspjalli eru sendiboðarnir deyddir og morðingjun- Ufn refsað, með því að borg þeirra er eytt. Hér hefur dæmisagan verið út- f*rð með tilliti til píslarvættis læri- sveinanna af hendi Gyðinga og eyð- inQar borgarinnar Jerúsalem. Dæmi- SaQan hefur verið túlkuð og útfærð allegórískt. Venjulega varðveita lík- lngar Jesú og dæmisögurnar í Sam- stofnaguðspjöllunum upprunalegt eðli S|tt sem líkingar og dæmisögur. Alle- górísk útlegging á dæmisögum finnst eftir dæmisögunni um Ferns konar sáðjörð (Mark. 4:13—20) og um III- ðfesið meðal hveitisins (Matt.13:36— 43). 1 útleggingu kirkjunnar um ald- irnar varð allegórísk túlkunaraðferð- ln alls ráðandi. Frumkristnin var ser meðvitandi um, að eiginleg þýðing áoðskapar Jesú og verka var fjölda Samtíðarmanna hans hulin eða mis- skilin. Leyndardómur ráðsályktunar ®uðs hafði verið þeim hulinn. Þá kem- Ur skýrt fram í Guðspjöllunum, að Jesús hefur samtímis því, sem hann talaði til fólksins og andstæðinga Slnna, einnig frætt lærisveina sína sérstaklega. Allt þetta hefur haft þau ®ilrif, að lærifeður kirkjunnar hafa e|tað í líkingamálinu að hulinni merk- ln9u, jafnvel þar sem hún var ekki uPPrunalega hugsuð af Jesú eða læri- SVeinum hans. Meðal grískmenntaðra ^snna var allegórísk túlkun frásagna ^ieg algeng. Þannig lásu lærðir Grikk- f- d. frásögur af Heraklesi. Herak- s Var túlkaður af stóluspekingum Oo^ al,1eimsre9la e®a alheimshugsun 9°s) og afrek hans og þjáningar sem dyggðir í samræmi við þessa al- heimshugsun. Grískmenntaðir lærifeð- ur í Alexandríu, bæði Gyðinga og Kristinnar kirkju, tileinkuðu sér þessa allegórísku túlkunaraðferð. Þannig túlkar latneski kirkjufaðirinn Tertúllí- anus (d. u. þ. b. 220 e. Kr.) dæmi- söguna um Týnda soninn (Lúk. 15: 11—31). Yngri sonurinn, sem fer út í heim og sóar arfi sínum, en snýr í iðrun til föðurhúsanna, er látinn tákna kristindóminn, en arfurinn hina nátt- úrlegu guðsþekkingu. Fjarlæga landið, sem hann dvaldist í, er látið tákna þennan fallna heim og maðurinn, sem hann réðst íil starfa hjá í eymd sinni, djöfulinn, höfðingja heimsins, heim- förin, iðrunina, dýru fötin, sem faðir hans gefur honum við heimkomuna, barnaréttinn hjá Guði og fagnaðar- máltíðin kvöldmáltíð kristinna manna. En eldri sonurinn er látinn tákna Gyð- ingdóminn. SiSbótamaSurinn Marteinn Lúther gagnrýndi þessa túlkunarað- ferð, fannst hún stjórnlaus í hugmynda- flugi sínu, en gat beitt henni fyrir sig, er hann vildi tjá biblíulega guðfræði. Allegórísk túlkunaraðferð hefur lifað til okkar tíma bæði hjá rómverskum og mótmælendum. Við finnum hana t. d. í íslenzku sálmabókinni, í sálmi 419: ,,í fornöld á jörðu var frækorni sáð,“ þar sem líkingin um Mustarðskornið er heimfærð upp á útbreiðslu Guðs ríkis í kirkjunni. í 3. versinu segir: ,,Og frækornið smáa varð feiknastórt tré, þar fá mátti lífsins í stormunum hlé. Það breiddi sitt lim yfir lönd, yfir höf, á lifenda bústað á dáinna gröf.“ Það skal strax tekið fram, að sálmur- inn kemur að nokkru því til skila, sem Jesús vildi hafa sagt með líkingunni 229

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.